Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 28. fundur - 4. júní 2013
Þetta var gert:
1. Ráðning byggingastjóra. 2013-01-0055.
Lagður fram samningur við byggingarstjóra fyrir Hjúkrunarheimilið Eyri – Ísafirði.
Nefndin felur sviðsstjóra að ganga frá samningnum með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.
Ágúst Gíslason kom á fund nefndarinna eftir 1 lið dagskrár..
2. Tilboð í verkið Hjúkrunarheimilið Eyri, jarðvinna. 2011-12-0009.
Mánudaginn 27. maí 2013 voru opnuð tilboð í verkið, Hjúkrunarheimilið Eyri, jarðvinna.
Sex tilboð bárust frá eftirtöldum aðilum.
- Tígur ehf. 9.894.250,-
- Kubbur ehf. 8.413.000,-
- Þotan ehf. 11.311.900,-
- Gámaþjónusta Vestfjarða ehf 12.257.636,-
- Vesturfell ehf. 9.847.000,-
- Gröfuþjónusta Bjarna ehf. 11.520.000,-
Kostnaðaráætlun 6.750.000,-
Nefndin samþykkir að ganga til samninga við Kubb ehf. um ofangreint verk á grundvelli tilboðs fyrirtækisns.
3. Útboðsgögn vegna uppsteypu og frágangs utanhúss. 2011-12-0009.
Lögð fram útboðsgögn vegna 1. áfanga, ,,Uppsteypa og frágangur utanhúss“ dags. 1. júní 2013 unnin af VA Arkitektum og VSÓ Ráðgjöf.
Nefndin felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, að auglýsa útboðið 9. júní nk. Opnunartími tilboða verður 28. júní nk. Áætluð verklok 1. áfanga 1. júní 2014.
4. Byggningarleyfi vegna Hjúkrunarheimilisins Eyrar. 2013-05-0043.
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 3. júní 2013, er varðar byggingarleyfi fyrir 1. áfanga Hjúkrunarheimilisins Eyrar á Ísafirði.
Nefndin leggur til við bæjarráð Ísafjarðarbæjar, að gatnagerðargjald verði hluti framkvæmdakostnaðar Hjúkrunarheimilisins Eyrar og sem framlag Ísafjarðarbæjar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12:25.
Kristín Hálfdánsdóttir, formaður.
Svanlaug Guðnadóttir.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Elías Oddsson.
Jóhann Birkir Helgason.