Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 12. fundur - 27. janúar 2012
Þetta var gert:
1. Staða þarfagreiningar. 2008-06-0016.
Lokaútgáfa þarfagreiningar mun liggja fyrir á allra næstu dögum.
2. Staða forvals og störf dómnefndar. 2011-12-0009.
Eftirtalin fjórtán fyrirtæki tóku þátt í forvalinu.
Hornsteinar arkitektar ehf. ásamt PK arkitektar ehf., - AVH ehf., - Studio strik ehf,
Gláma Kím ehf, - Tark ehf, - Teiknistofa arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar,
Arkís, - Mannvirkjameistarinn ehf, - Alark arkitektar ehf, - Batteríið arkitektar ehf, Yrki arkitektar ehf, - Arkiteo ehf, - VA arkitektar ehf, - Arkitektur.is.
Nefndin er sammála um að færa til bókar fundi dómnefndar.
3. Ákvarðanir um þau atriði í arkitektahönnuninni sem ólokið er. 2011-12-0009.
Rætt um arkitektahönnunina. Nefndin hefur ákveðið að ekki skuli gera ráð fyrir sérstakri deild fyrir heilabilaða innan hjúkrunarheimilisins, gera skuli ráð fyrir að það henti öllum sem á hjúkrunarrými þurfi að halda.
4. Staða deiliskipulags fyrir hjúkrunarheimili. 2011-04-0052.
Deiliskipulag fer í auglýsingu 2. febrúar 2012. Frestur til athugasemda rennur út þann 15. mars 2012.
5. Kortlagning lóðar m.t.t. grundunar mannvirkja. 2011-12-0009.
Nýttar verða niðurstöður jarðvegsrannsókna sem gerðar hafa verið. Að afloknu vali á verðlaunatillögu verður hafin vinna við frekari grundun mannvirkisins.
6. Líklegur flutningur höggmyndarinnar ,,Úr álögum“. 2008-06-0016.
Nefndin leggur til við bæjarráð, að heimilað verði að finna höggmyndinni ,,Úr álögum“ nýjan stað í tengslum við nýtt hjúkrunarheimili.
7. Hugmyndafræði og stefna nýs hjúkrunarheimilis. 2008-06-0016.
Lagt fram minnisblað með frumdrögum að hugmyndafræði og stefnu fyrir nýtt hjúkrunarheimili.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 09:30.
Eiríkur Finnur Greipsson, formaður.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Svanlaug Guðnadóttir.
Jóhann Birkir Helgason.
Margrét Geirsdóttir.