Menningarmálanefnd - 154. fundur - 23. október 2008

Mættir eru:  Inga Steinunn Ólafsdóttir, formaður, Anna Sigríður Ólafsdóttir, Ingunn Ósk Sturludóttir  og Þorleifur Pálsson, bæjarritari, sem ritaði fundargerð.


 


Þetta var gert:



1. Veturnætur 2008. ? Dagskrá. 2008-10-0002


Lögð var fram mótuð dagskrá Veturnátta 2008, sem hefjast í dag og standa til og með 26. október n.k.  Dagskránni hefur nú þegar verið dreift í hús í Ísafjarðarbæ, sem og í Bolungarvík og Súðavík.  Að undirbúningi Veturnátta auk menningarmála- nefndar hafa staðið þeir Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar og Heimir Hansson, forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvar. 


Menningarmálanefnd færir þeim Hálfdáni Bjarka og Heimi bestu þakkir fyrir þeirra aðkomu að undirbúningi og skipulagi Veturnátta.



2. Bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar 2008.


Rætt um lokaundirbúning við tilnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar 2008, en formleg tilnefning verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði þann 26. október n.k. og hefst kl. 16:00.        


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:55.


Inga Steinunn Ólafsdóttir, formaður.


Ingunn Ósk Sturludóttir.


Anna Sigríður Ólafsdóttir.  


Þorleifur Pálsson, ritari.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?