Menningarmálanefnd - 148. fundur - 10. júní 2008
Mættir eru: Ingi Þór Ágústsson, formaður, Inga Ólafsdóttir, varaformaður, sem var í símasambandi og Anna Sigríður Ólafsdóttir. Þorleifur Pálsson, bæjarritari, sat fund nefndarinnar og ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Undirbúningur fyrir hátíðarhöld 17. júní 2008.
Rætt um undirbúning að 17. júní hátíðarhöldum í Ísafjarðarbæ nú í ár. Ingi Þór Ágústsson, formaður, gerði grein fyrir stöðunni. Dagskrá er að fullu frágengin og verður henni dreift í öll hús í sveitarfélaginu fyrir komandi helgi.
2. Nordisk elevtraff 2008 í Joensuu, Finnlandi.
Lagður var fram nafnalisti yfir þátttakendur frá Ísafjarðarbæ, í Nordisk elevtraff sem haldið verður í vinabæ Ísafjarðarbæjar Joensuu í Finnlandi dagana 30. ágúst til 5. september 2008. Alls er um tíu unglinga að ræða og tvo fararstjóra. Árni Heiðar Ívarsson, kennari, verður aðal fararstjóri eins og undanfarin ár.
Lagt fram til kynningar.
3. Umsóknir um styrki menningarmálanefndar 2008.
Neðangreindir aðilar og félagasamtök hafa sótt um styrki til menningarmála- nefndar á árinu 2008.
Act alone leiklistarhátiðin, umsókn dagsett 31. maí 2008.
Aldrei fór ég suður, umsókn dagsett 28. maí 2008.
Birgir Örn Sigurjónsson, (Bix), umsókn dagsett 30. maí 2008.
Edinborgarhúsið, menningarmiðstöð, umsókn dagsett 31. maí 2008.
Ferðaþjónustan Grunnavík ehf., umsókn dagsett 13. maí 2008.
Dýrafjarðardagar á Þingeyri, umsókn dagsett 26. mars 2008.
Gospelkór Vestfjarða, umsókn dagsett 15. apríl 2008.
Í einni sæng, sjónvarpsmyndin Eitur í æðum, umsókn móttekin 22. apríl 2008.
Kammerkór Ísafjarðar, umsókn dagsett 27. maí 2008.
Litli Leikklúbburinn, umsókn dagsett 31. maí 2008.
Rætur, félag áhugafólks um menningarfjölbreytni, umsókn dagsett 29. maí 2008.
Sunnukórinn á Ísafirði, umsókn dagsett 18. febrúar 2008.
Tónlistarfélag Ísafjarðar, umsókn dagsett 27. nóvember 2007.
Við Djúpið, umsókn dagsett í apríl 2008.
Þjóðbúningafélag Vestfjarða, umsókn dagsett 29. maí 2008.
Þröstur Jóhannesson, Ísafirði, umsókn dagsett 27. maí 2008.
Menningarmálanefnd mun halda sér fund þar sem umsóknir verða teknar fyrir og afgreiddar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 9:10.
Ingi Þór Ágústsson, formaður.
Inga S. Ólafsdóttir
Anna Sigríður Ólafsdóttir.
Þorleifur Pálsson, ritari.