Menningarmálanefnd - 144. fundur - 4. desember 2007
Mættir eru: Ingi Þór Ágústsson, formaður, Inga Ólafsdóttir, varaformaður og Anna Sigríður Ólafsdóttir. Þorleifur Pálsson, bæjarritari, sat fund nefndarinnar og ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Styrkumsóknir undir skjalanúmeri 2007-08-0037.
Lagt fram bréf Kvennakórsins Vestfirskar Valkyrjur dagsett 27. september s.l., er áður var lagt fram á 141. fundi menningarmálanefndar þann 2. október s.l. Í bréfinu er óskað eftir styrk frá menningarmálanefnd að upphæð kr. 150.000.-, til kórstarfsins.
Menningarmálanefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000.-.
Lagt fram bréf leikfélagsins Hallvarðs Súganda dagsett 13. september s.l., en bréfið var áður lagt fram á 141. fundi menningarmálanefndar 2. október s.l. Í bréfinu er óskað eftir styrkveitingum frá menningarmálanefnd samtals að upphæð kr. 500.000.-, vegna uppfærslu á leikritinu Galdrakarlinn í Oz og vegna leiklistarnámskeiðs fyrir börn og fullorðna.
Menningarmálanefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 200.000.-
Lagt fram bréf Kvikmyndafélagsins Ljósops ehf., Reykjavík, dagsett 27. september s.l., þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 500.000.-, til gerðar heimildarmyndar um mannlíf og menningu á Suðureyri, sem skoðuð er í gegnum uppsetningu Leikfélagsins Hallvarðs Súganda á Galdrakarlinum í Oz.
Menningarmálanefnd telur sér ekki fært að verða við erindinu.
2. Minjasjóður Önundarfjarðar. - Svarta pakkhúsið. 2007-02-0138.
Lagt fram bréf frá Minjasjóði Önundarfjarðar dagsett 14. febrúar s.l., er vísað var af bæjarráði Ísafjarðarbæjar til menningarmálanefndar og stjórnar Byggðasafns Vestfjarða þann 26. febrúar s.l. Erindið varðar ,,Svarta pakkhúsið? á Flateyri og varðveislu þess. Málið hefur verið í vinnslu hjá menningarmálanefnd en ekki verið bókað fyrr en nú.
Menningarmálanefnd tekur undir þau sjónarmið stjórnar Minjasjóðs Önundarfjarðar, að varðveita beri húsið og að því verði fundinn tilgangur. Í gildandi skipulagi er gert ráð fyrir lóð undir húsið við Hafnarstræti á Flateyri, gengt húsinu Hafnarstræti 1. Menningarmálanefnd hvetur til samvinnu Ísafjarðarbæjar og Minjasjóðs Önundarfjarðar, um flutning hússins og endurbætur.
3. Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar. - 17. júní hátíðahöld. 2007-09-0105.
Lagt fram bréf frá Körfuknattleiksfélagi Ísafjarðar dagsett 24. september s.l., er varðar undirbúning að 17. júní hátíðarhöldum á Ísafirði og aðkomu KFÍ að þeim undirbúningi samkvæmt samningi. Óskað er eftir viðræðum við menningarmálanefnd, þar sem áður gildandi samningur félagsins við Ísafjarðarbæ er runninn út. Erindið var áður tekið fyrir á 141. fundi menningarmálanefndar.
Menningarmálanefnd telur rétt að erindi Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar verði unnið í samráði við HSV og bendir KFÍ á að snúa sér til þeirra aðila.
4. Afmælisdagbók með vísum Guðmundar Inga Kristjánssonar. 2007-10-0045.
Lagt fram bréf frá útgáfunefnd afmælisdagabókar með vísum eftir Guðmund Inga Kristjánsson frá Kirkjubóli í Bjarnadal, Önundarfirði, dagsett 9. október s.l. Bréfinu var vísað til menningarmálanefndar frá bæjarráði Ísafjarðarbæjar þann 22. október s.l. Í bréfi útgáfunefndar er óskað eftir styrk frá Ísafjarðarbæ vegna útgáfunnar eða loforð um kaup á einhverjum eintökum af bókinni.
Menningarmálanefnd mælir með að Ísafjarðarbær kaupi nokkur eintök af afmælisdagabók með vísum Guðmundar Inga, sem nýst gætu til tækifærisgjafa.
5. Minjasjóður Önundarfjarðar. - Ársskýrsla 2006. 2007-10-0086.
Lagt fram bréf frá Minjasjóði Önundarfjarðar dagsett 23. október s.l., ásamt skýrslu fyrir starfsárið 2006 og endurskoðuðum reikningi fyrir það ár. Bréfinu var vísað til menningarmálanefndar frá bæjarráði þann 23. október s.l.
Lagt fram til kynningar.
6. Kvenfélagið Hlíf, Ísafirði. - Álfagleði 2008. 2007-11-0012.
Lagt fram bréf Kvenfélagsins Hlífar á Ísafirði dagsett 5. nóvember s.l., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 140.000.-, vegna kostnaðar við að halda ,,Álfagleði?, sem verður hér á Ísafirði þann 6. janúar 2008.
Menningarmálanefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 140.000.-. Kostnaður færist á lið 05-71-499-1, jól og áramót.
7. Snorraverkefnið sumarið 2008. 2007-11-0048.
Lagt fram bréf frá Ástu Sól Kristjánsdóttur, verkefnisstjóra Snorraverkefnis, dagsett þann 9. nóvember s.l., þar sem óskað er eftir að styrk til verkefnisins sumarið 2008.
Menningarmálanefnd telur sér ekki fært að taka þátt í verkefninu að sinni.
8. Vestfjarða-akademían. - Vestfirsku skáldin. 2007-11-0055.
Lagt fram bréf frá Vestfjarða-akademíunni dagsett 2. nóvember s.l., þar sem óskað er eftir styrk frá menningarmálanefnd að upphæð kr. 50.000.-, vegna kostnaðar við menningardagskrá um vestfirsku skáldin, sem haldin var í Holti í Önundarfirði þann 18. nóvember s.l., í samvinnu við afmælisnefnd Guðmundar Inga Kristjánssonar frá Kirkjubóli í Bjarnadal, Önundarfirði.
Menningarmálanefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000.-.
9. Félag Pólverja á Vestfjörðum. - Aðventukvöld. 2007-11-0092.
Lagt fram bréf frá Félagi Pólverja á Vestfjörðum dagsett 27. nóvember s.l., þar sem fram kemur að félagið verði með aðventukvöld í fyrsta skipti þann 10. desember n.k., sem haldið verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Aðventukvöldið verður öllum opið og að sjálfsögðu enginn aðgöngueyrir, eins og segir í bréfinu. Félagið óskar eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 200.000.-, til að standa straum af væntanlegum útlögðum kostnaði.
Menningarmálanefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000.-.
10. Bréf verkefnastjóra Ísafjarðarbæjar. - Styttur við Austurveg á Ísafirði. 2007-10-0061.
Lagt fram bréf frá Jóhanni Bæring Gunnarssyni, verkefnastjóra á tæknideild Ísafjarðarbæjar, dagsett 19. október s.l., þar sem hann gerir grein fyrir skemmdum á styttum af karli og konu, er staðið hafa fyrir utan Austurveg 9, Ísafirði. Stytturnar eru eftir Martinus Simson, ljósmyndara, er hér bjó. Stytturnar hafa nú verið færðar til geymslu í áhaldahús bæjarins á Stakkanesi, Ísafirði og bíða þar viðgerða.
Lagt fram til kynningar.
11. Leikhópurinn Kvenfélagið Garpur. - Beiðni um styrk vegna leiksýninga. 2007-12-0007.
Lagt fram bréf frá leikhópnum Kvenfélagið Garpur dagsett 23. nóvember s.l., þar sem fram kemur, að leikhópurinn hafi hug á að koma með sýningu á verkinu Svartur fugl eftir David Harrower til Ísafjarðar í janúar n.k. Í bréfinu er óskað eftir stuðningi menningarmálanefndar Ísafjarðarbæjar við greiðslu á kostnaði vegna húsaleigu í Edinborgarhúsi.
Menningarmálanefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 70.000.-, sem komi til greiðslu á árinu 2008, þegar fyrirséð er að af leiksýningu verður.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 9:30.
Ingi Þór Ágústsson, formaður.
Inga S. Ólafsdóttir.
Anna Sigríður Ólafsdóttir.
Þorleifur Pálsson, ritari.