Menningarmálanefnd - 127. fundur - 10. október 2006

Mættir eru:  Ingi Þór Ágústsson, formaður, Inga Ólafsdóttir, varaformaður og Andrea S. Harðardóttir.  Fundargerð ritaði Ingi Þór Ágústsson.


Þetta var gert.



1. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Tilnefningar í Menningarráð Vestfjarða.  2006-09-0108.


Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 26. september s.l., er vísað var til menningarmálanefndar frá 496. fundi bæjarráðs þann 2. október s.l. Bréfið varðar tilnefningar í Menningarráð Vestfjarða.  Á 51. Fjórðungsþingi Vestfirðinga var stjórn FV falið að óska eftir tilnefningum í Menningarráð í samræmi við drög að menningarsamningi milli vestfirskra sveitarfélaga og menntamála-ráðuneytisins.  Óskað er eftir tilnefningu tveggja fulltrúa frá Ísafjarðarbæ.  Jafnframt er óskað eftir að sveitarfélögin gefi upplýsingar um framlög sín til menningarmála síðustu tvö árin.  Í bréfinu kemur fram á hvern hátt framlög skuli skilgreind.


Bæjarráð vísaði bréfinu til menningarmálanefndar Ísafjarðarbæjar er komi með tillögu um fulltrúa  og taki saman upplýsingar um framlög Ísafjarðarbæjar.


Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn, að Ingi Þór Ágústsson og Ólína Þorvarðardóttir verði fulltrúar Ísafjarðarbæjar í Menningarráði Vestfjarða.


Menningarmálanefnd fer þess á leit við Þórir Sveinsson, fjármálastjóra, að hann taki eða láti taka saman upplýsingar um framlög Ísafjarðarbæjar til menningarmála síðustu tvö árin.


 


2. Stefnumótun menningarmálanefndar. 


Unnið við stefnumótun menningarmálanefndar.



3. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar fyrir tímabilið janúar - ágúst 2006.


Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, um rekstur og fjárfestingar á tímabilinu janúar - ágúst 2006.


Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 16:45.


Ingi Þór Ágústsson, formaður.


Inga Ólafsdóttir.      


Andrea S. Harðardóttir.


 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?