Menningarmálanefnd - 126. fundur - 2. október 2006

Mættir eru: Ingi Þór Ágústsson, formaður, Anna Sigríður Ólafsdóttir, Andrea Harðardóttir og Kolbrún Schmidt.  Inga Ólafsdóttir boðaði forföll og mætti Kolbrún í hennar stað.  Fundargerð ritaði Rúnar Óli Karlsson.


Þetta var gert:


1. Veturnætur 2006.


Sigríður Ó. Kristjánsdóttir mætti til fundar við nefndina undir þessum lið. Farið var yfir dagskrá hátíðarinnar. Nefndin þakkaði Sigríði vel unnin störf.


 


2. Alþjóðleg kvikmyndahátíð ? umsókn um styrk. 2006-09-0046.


Rætur, félag áhugafólks um menningarfjölbreytni óskar í erindi sínu dagsettu 7. september s.l., eftir styrk að upphæð kr. 100.000.- vegna þáttöku félagsins í alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Ákveðið hefur verið að sýna á Ísafirði skemmtilegt úrval mynda frá hinum ýmsu heimshornum.


Menningarmálanefnd samþykkir styrkveitingu að upphæð kr. 100.000.-.



3. Ársrit Önfirðingafélagsins 2005 ? 2006 ? beiðni um styrk. 2006-09-0104.


Lagt fram bréf dagsett 22. september s.l., frá Önfirðingafélaginu þar sem óskað er eftir kr. 100.000.- vegna útgáfu á ársriti félagsins helgað aldarminningu Hjartar Hjálmarssonr, síðasta heiðursborgar Flateyrarhrepps og skálahaldi á Flateyri í hundrað ár. Bæjarráð vísaði erindinu til menningarnefndar á fundi sínum 25. september sl.


Menningarmálanefnd samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 50.000.-.



4. Vinabæjarmót 2007.


Árið 2007 ber Ísafjarðarbæ að halda vinabæjarmót fyrir ungt fólk. Lagður var fram tölvupóstur frá Árna Heiðari Ívarssyni, kennara í Grunnskólanum á Ísafirði dagsett 25. september s.l., þar sem lagt er til að mótið verði haldið 25. ? 31. ágúst 2007.  


Menningarmálanefnd samþykkir að taka þátt í undirbúningi mótsins umrædda daga.



5. Heimsókn eldri borgara frá Nanortalik í Grænlandi.


Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20.september sl. frá Frank Hedegaard Jørgensen vegna skipulagningar Nanortalik Kommune á ferð fyrir eldri borgara til Ísafjarðarbæjar næsta sumar.


Menningarmálanefnd tekur vel í erindið og óskar eftir frekari upplýsingum varðandi kostnað og fleira.


 


6. Stefnumótun í menningarmálum.


Lögð fram drög að stefnumótunarvinnu menningarmálanefndar, en nefndin hyggst ljúka þeirri vinnu fyrir áramót. Stefnt er að því að funda fyrst með lykilaðilum í menningargeiranum í Ísafjarðarbæ og kalla síðan ráðgjafa til aðstoðar á lokasprettinum.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:10.


Ingi Þór Ágústsson, formaður.     


Rúnar Óli Karlsson, ritari.


Anna Sigríður Ólafsdóttir.     


Andrea S. Harðardóttir.


Kolbrún Schmidt.    





Er hægt að bæta efnið á síðunni?