Landbúnaðarnefnd - 84. fundur - 3. mars 2008
Fundarritari: Þórir Örn Guðmundsson.
Þetta var gert:
1. Erindi frá bæjarráði, bréf Lúðvíks Emils Kaaber 2008-02-0052.
Tekið fyrir erindi frá bæjarráði þar sem óskað er umsagnar um erindi Lúðvíks Emils Kaaber. Í bréfi sínu til Ísafjarðarbæjar 12. feb. s.l. fer Lúðvík Emil Kaaber fram á umsögn bæjarins um þá ákvörðun eigenda jarðarinnar Hólakot í Dýrafirði að þeir fari þess á leit við landbúnaðarráðuneytið að Hólakoti verði veitt staða lögbýlis samkvæmt 17 gr. jarðalaga (nr. 81/2004).
Landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í erindi bréfritara þar sem fram kemur að landeigendur hyggist stunda landbúnaðartengda starfsemi á jörðinni.
2. Refa- og minkaeyðing sumarið 2008.
Umræður um refa- og minkaveiðar komandi sumars.
Þar sem fyrirsjáanlegt er að fjármagn til málaflokksins dugir ekki til að halda úti veiðum eins og undanfarandi ár, leggur nefndin til við bæjarráð að auglýst verði eftir veiðimönnum á svæðin fyrir sunnan Ísafjarðardjúp. Fyrir norðan Ísafjarðardjúp verði veitt í æðarvörpum og umhverfis þau.
3. Kynning á verkefninu; héraðsáætlanir Landgræðslunnar. 2008-02-0026.
Lagt fram bréf Landgræðslu ríkisins dags. 4. feb. s.l. þar sem kynnt er verkefni sem Landgræðslan vinnur að við að afla upplýsinga um landkosti. Kallast verkefnið héraðsáætlanir Landgræðslunnar og er Elín Fjóla Þórarinsdóttir verkefnisstjóri þess.
Lagt fram til kynningar.
4. Innflutning á dýrum og atvinnustarfsemi í dreifbýli 2008-02-0006.
Lögð fram tvö bréf frá Eyjólfi Guðmundssyni dags. 31. jan og 17. feb. s.l. Í bréfum sínum bendir bréfritari á möguleika þess að flytja til landsins ýmsar tegundir grasbíta til að auka fjölbreytni í atvinnumálum til sveita. Einnnig bendir hann á ýmis önnur sóknarfæri í atvinnumálum.
Landbúnaðarnefnd þakkar bréfritara fyrir áhuga hans á atvinnumálum á Vestfjörðum, en minnir á að strangar reglur gilda um innflutning dýra til Íslands.
Fundi slitið kl. 12.00.
Sighvatur Jón Þórarinsson, formaður.
Ari Sigurjónsson.
Þórir Örn Guðmundsson, ritari.