Landbúnaðarnefnd - 83. fundur - 7. desember 2007

Fundarritari: Þórir Örn Guðmundsson.


Þetta var gert:



1. Erindi frá bæjarráði 2007-11-0069.


Tekið fyrir erindi frá bæjarráði þar sem óskað er umsagnar um bréf Kristjáns Ólafssonar dags. 15. nóv. s.l. Í bréfi sínu til bæjarráðs óskar Kristján eftir endurskoðun fasteignagjalda á húseignina Kirkjuból 4 í Engidal, Skutulsfirði.


Nefndin telur rétt að benda á að Kirkjuból 4 er ekki lengur á skrá yfir lögbýli, skv. bréfi landbúnaðarráðuneytisins frá 14. desember 2001, og nýtur því ekki réttinda sem slíkt.


Ennfremur vill nefndin benda á að bréfritari hefur ekki sótt um leyfi fyrir frístundabúskap í Ísafjarðarbæ samkvæmt reglum sem um hann gildir (Samþykkt um búfjárhald í Ísafjarðarbæ nr. 998/2001).


Jafnframt vísar nefndin til reglna ?Styrkir til greiðslu fasteignagjalda á hesthús fyrir hesta til frístundaiðkunar? sem samþykktar voru í bæjarráði á 534. fundi ráðsins þann 10. júlí s.l. og telur mikilvægt að alls jafnræðis skuli gætt.


Að öðru leyti lítur landbúnaðarnefnd svo á að umsögn um álagningu fasteignagjalda og að veita afslætti af þeim sé ekki á verkasviði nefndarinnar.


Fundi slitið kl. 12.00.


Sighvatur Jón Þórarinsson, formaður.


Ari Sigurjónsson.


Jón Sigmundsson.


Þórir Örn Guðmundsson, ritari.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?