Landbúnaðarnefnd - 79. fundur - 12. apríl 2007

Árið 2007, þann 12. apríl kl. 13:00 kom landbúnaðarnefnd Ísafjarðarbæjar saman til fundar í á Ísafirði. Fundarritari: Þórir Örn Guðmundsson.


Þetta var gert:



1. Umsókn um leyfi til búfjárhalds. 2005-11-0068.


Umsókn um leyfi til frístundabúskapar í Ísafjarðarbæ hefur borist frá eftirfarandi aðila:


Guðna Guðnasyni, Úlfsá, 400 Ísafirði.


Landbúnaðarnefnd leggur til að Guðna Guðnasyni verði veitt umbeðið leyfi til frístundabúfjárhalds í Ísafjarðarbæ og noti það beitarland er hann vísa til, á grundvelli þeirra reglna sem settar hafa verið.



2. Eyðing rúlluplasts.


Umræður um eyðingu rúlluplasts og hvernig að skilum á því skuli staðið. Lagt fram til skoðunar rit úrvinnslusjóðs ?Endurnýting heyrúlluplasts?, skilmálar fyrir bændur, þjónustuaðila og ráðstöfunaraðila. Ólafur Prebenson stöðvarstjóri Funa kom inn á fundinn undir þessum lið. Umræður um hvaða leiðir eru færar fyrir bændur til að skila rúlluplastinu á úrvinnslustað og hvernig greiðslufyrirkomulagi er háttað. Ákveðið að vinna áfram að málinu.



3. Refa- og minkaeyðing 2007.


Rætt um refa- og minkaeyðingu á komandi veiðiári og fjárveitingar til málaflokksins.


Landbúnaðarnefnd ýtrekar áhyggjur sínar frá síðasta fundi nefndarinnar þann 1. febrúar sl., vegna skerts framlags til refa- og minkaeyðingar í Ísafjarðarbæ.


Leggur nefndin til að auglýst verði eftir veiðimönnum á svæðunum vestan Ísafjarðardjúps.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:30.


Sighvatur Jón Þórarinsson, formaður.


Ari Sigurjónsson.


Guðmundur Steinþórsson.


Þórir Örn Guðmundsson, ritari.







Er hægt að bæta efnið á síðunni?