Landbúnaðarnefnd - 72. fundur - 6. apríl 2006

Fundarritari: Þórir Örn Guðmundsson.



Þetta var gert:



1. Refa- og minkaveiðar komandi veiðiárs.


Rætt um fyrirkomulag veiða og veiðisvæði. Kom fram að mjög mikið er bæði af ref og mink og leita verði allra leiða til að fækka þessum vágestum. Kom fram í umræðunni að nú hafi Umhverfisstofnun fengið meira fjármagn til endurgreiðslna frá fjárlaganefnd og endurgreiðsluhlutfall muni verða 50% af kostnaði við veiðar á þessu ári.


Nefndin leggur til að auglýst vrði eftir refa- og minkaveiðimönnum til að annast veiðar á ref og mink á komandi sumri.



2. Umsóknir um leyfi til frístundarbúskapar. 2005-11-0068.


Eftirfarandi umsókn um leyfi til frístundabúskapar hefur borist frá síðasta fundi nefndarinnar: Páll A. Svansson, Garðavegi 1, 410 Hnífsdal.


Landbúnaðarnefnd leggur til að Páli verði veitt umbeðið leyfi til frístundabúfjárhalds í Ísafjarðarbæ og noti það beitarland er hann vísar til á grundvelli þeirra reglna sem settar hafa verið.



3. Afnotaréttur af túnum í Sandalandi, Dýrafirði. 2006-03-0117


Með bréfi dags. 21. mars s.l., segir Guðmundur Ingvarsson, Vallargötu 33, Þingeyri, upp tveimur túnstykkjum, Blómsturvöllum og Högnastöðum í Sandalandi í Dýrafirði, sem hann hefur haft á leigu.


Karl A. Bjarnason, Neðri-Hjarðardal í Dýrafirði sækir um, með bréfi dags. 23. mars s.l., afnotarétt af þessum sömu túnum, Blómsturvöllum og Högnastöðum.


Landbúnaðarnefnd leggur til að Karli A. Bjarnasyni verði veitt umbeðin tún samkvæmt þeim reglum sem gilda þar um.


Karl A. Bjarnason vék af fundi undir þessum lið.



4. Bréf frá Landgræðslu ríkisins. 2006-03-0036


Lagt fram bréf frá Landgræðslu ríkisins um verkefnið ,,Bændur græða landið".


Lagt fram til kynningar.



5. Tillögur um sjálfbæra þróun í sveitarfélaginu. 2006-03-0136


Lagt fram bréf frá bæjarráði ásamt tillögum um sjálfbæra þróun í sveitarfélaginu sem unnin er af staðardagskránefnd Ísafjarðarbæjar.


Umræður urðu um tillögurnar og sér í lagi lið 1.4 um eyðingu heyrúlluplasts. Eins urðu umræður um skilagjald og hvernig með það er farið. Nefndin er sammála því sem fram kemur í lið 3.4 í tillögunum um mikilvægi eyðingu refa og minka í Ísafjarðarbæ.


Nefndin þakkar staðardagskrárnefnd fyrir tillögurnar og vonar að þær verði til að auka umhverfisvitund íbúa Ísafjarðarbæjar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:30.


Guðmundur Steinþórsson, formaður.


Karl A. Bjarnason.


Jón Jens Kristjánsson.


Steinþór A. Bjarnason.


Helgi Árnason.


Þórir Örn Guðmundsson, ritari.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?