Landbúnaðarnefnd - 68. fundur - 8. júní 2005

Fundarritari: Þórir Örn Guðmundsson.

Þetta var gert:


1. Afnot af túnum við hesthús á Búðartúni í Hnífsdal 2005-05-0037.



Tekið fyrir erindi frá bæjarráði er varðar beiðni Ingibjargar Maríu Guðmundsdóttur, um afnot af túnum við hesthúsabyggðina á Búðartúni í Hnífsdal.


Eftir viðræður við fulltrúa stjórnar Hestamannafélagsins Hendingar á Ísafirði gerir landbúnaðarnefnd ekki athugasemdir við að hestamenn í Hestamannafélaginu Hendingu fái að nýta umrædd tún í samráði við stjórn félagsins.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:45


Guðmundur Steinþórsson, formaður.


Ari Sigurjónsson. Jón Jens Kristjánsson.


Þórir Örn Guðmundsson, ritari.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?