Íþrótta-og tómstundanefnd - 99. fundur - 8. október 2008

Mætt voru: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Þórdís Jakobsdóttir, Stella Hjaltadóttir, Svava Rán Valgeirsdóttir og Ingólfur Þorleifsson. Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi Ísafjarðarbæjar, Jón Páll Hreinsson, formaður HSV og Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmdarstjóri HSV.


Fundargerð ritaði Margrét Halldórsdóttir.



Þetta var gert:



1. Lokaskýrsla Vinnuskólans 2008. 2008-09-0080.


Lögð fram lokaskýrsla Vinnuskólans, dagsett 24. september s.l., þar sem gert er grein fyrir starfsemi Vinnuskólans sumarið 2008.


Lagt fram til kynningar.



2. Sjálfsali KFÍ í íþróttahúsinu á Torfnesi. 2008-09-0061.


Lagt fram bréf frá HSV fyrir hönd KFÍ , dagsett þann 22. september s.l., þar sem óskað er leyfis til uppsetningar sjálfsala í íþróttahúsinu á Torfnesi.


Nefndin leggur til að KFÍ verði leyft að setja upp sjálfsala í íþróttahúsinu á Torfnesi þó með þeim fyrirvara að sjálfsalinn verði læstur þegar Grunnskólinn er í húsinu.  



3. Afnot af herbergi í íþróttahúsinu á Torfnesi. 2008-09-0044.


Lagt fram bréf frá HSV, dagsett þann 10. september s.l., þar sem óskað er afnota af herbergi í íþróttahúsinu á Torfnesi fyrir skrifstofuaðstöðu.


HSV óskar eftir að málinu verði frestað til næsta fundar.



4 .Verðlagning í líkamsræktaraðstöður sveitarfélagsins 2008-09-0048.


Íþrótta- og tómstundafulltrúi og formaður íþrótta- og tómstundanefndar fóru í vettvangsferð á alla staðina og telja aðstöðuna nokkuð sambærilega á öllum stöðunum þremur. Nefndin leggur til að verð í líkasmrækt verði eftirfarandi:


Stakur tími  350 kr.


Mánaðarkort  3000 kr.



5. Önnur mál.


Jón Páll Hreinsson sagði frá að þreksalur HSV er að komast í gagnið í Vallarhúsinu. Leigð hafa verið tæki af Studio Dan.


Stella Hjaltadóttir spurði um aðgengi fatlaðra í Sundhöll Ísafjarðar og hvort breytinga væri að vænta á því. Íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði að málið væri í vinnslu.


Þórdís Jakobsdóttir spurði hvort frístundakort væru á dagskrá hjá Ísafjarðarbæ.


Ísafjarðarbær hefur lagt peninga til HSV og þeir hafa lagt rekstrarstyrk til félaganna.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið klukkan kl. 17:25.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.


Þórdís Jakobsdóttir.


Ingólfur Þorleifsson.


Stella Hjaltadóttir.


Svava Rán Valgeirsdóttir.


Margrét Halldórsdóttir.


Kristján Þór Kristjánsson.


Jón Páll Hreinsson.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?