Íþrótta-og tómstundanefnd - 98. fundur - 17. september 2008

Mætt voru: Guðný Stefanía Stefánsdóttir formaður,  Rannveig Þorvaldsdóttir, Þórdís Jakobsdóttir, Stella Hjaltadóttir, Ingólfur Þorleifsson, Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi Ísafjarðarbæjar og Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður skóla- og fjölskylduskrifstofu..


Fundargerð ritaði Margrét Halldórsdóttir.



Þetta var gert:



1. Lagt fram bréf frá íþrótta- og tómstundafulltrúa varðandi menningarhús. 2008-08-0036.


Nefndin lýsir ánægju sinni með framgang mála og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna áfram að málinu. Hafinn verði undirbúningur fyrir næstu fjárhagsáætlunargerð þar sem gert verði ráð fyrir þessari starfsemi.



2. Lagt fram bréf frá HSV um afnot af herbergi í íþróttahúsinu á Torfnesi. 2008-09-0044.


Nefndin frestar ákvörðun þessa máls til næsta fundar.



3. Verðlagning í líkamsræktaraðstöður sveitarfélagsins. 2008-09-0048.


Nefndin óskar eftir frekari upplýsingum og frestar þessu máli til næsta fundar.



4. Önnur mál.


? Skipa þarf í vallarstjórn púttvallarins. Nefndin leggur til að Jóhann Bæring Gunnarsson, umsjónarmaður eigna verði skipaður í vallarstjórn púttvallarins af hálfu bæjarins. Völlurinn verður vígður föstudaginn 19. september kl. 16:00.


? Vígsla sparkvallanna. Um helgina voru vígðir fimm sparkvellir í sveitarfélaginu og er nú búið að vígja alla vellina.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið klukkan kl. 17:05.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.


Þórdís Jakobsdóttir.


Ingólfur Þorleifsson.


Stella Hjaltadóttir.


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Margrét Halldórsdóttir.


Margrét Geirsdóttir.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?