Íþrótta-og tómstundanefnd - 94. fundur - 28. maí 2008

Mætt voru: Þórdís J. Jakobsdóttir, Ingólfur Þorleifsson, Stella Hjaltadóttir, Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður skóla- og fjölskylduskrifstofu, Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstundarfulltrúi Ísafjarðarbæjar. Guðný Stefanía boðaði forföll og Helga Margrét Marzellíusardóttir mætti í hennar stað, Rannveig Þorvaldsdóttir boðaði forföll og enginn mætti í hennar stað.


Fundargerð ritaði Margrét Halldórsdóttir.


Gerður Eðvarsdóttir mætti á fundinn til viðræðna um fyrsta lið.



Þetta var gert:


1. Lagt fram bréf frá íbúasamtökunum Átaki í Dýrafirði. 2008-04-0055.


Lagt fram bréf frá stjórn íbúasamtakanna Átaks í Dýrafirði, dagsett 20. maí 2008, þar sem þau harma þær stjórnsýslubreytingar sem orðið hafa í íþróttamiðstöðinni á Þingeyri. Í ljósi þess að ofangreindar stjórnsýslubreytingar hafa þegar átt sér stað telur nefndin að erindið ætti að berast framkvæmda- og rekstarsviði Ísafjarðarbæjar. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að koma bréfinu í réttar hendur.





2. Endurskoðun á reglum um heimild til að sækja Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar.


Athugasemdir hafa komið fram vegna reglna Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar um heimild til að sækja skólann og þess óskað að kröfu um lögheimili verði breytt. Núgildandi regla er eftirfarandi: Þeir unglingar sem eiga ekki lögheimili eða foreldra sem eiga ekki lögheimili í Ísafjarðarbæ geta því miður ekki sótt um vinnu í vinnuskólanum. Nefndin leggur til að reglan verði: Unglingar sem eigi lögheimili í Ísafjarðarbæ hafi forgang um vinnu í Vinnuskólanum. Hver umsókn verði metin og ákvörðun tekin með tilliti til aðstæðna hverju sinni.





Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið klukkan kl. 18:10 .


Þórdís J. Jakobsdóttir


Helga Margrét Marzellíusardóttir


Margrét Halldórsdóttir


Ingólfur Þorleifsson


Stella Hjaltadóttir


Margrét Geirsdóttir



Er hægt að bæta efnið á síðunni?