Íþrótta-og tómstundanefnd - 93. fundur - 14. maí 2008
Mætt voru: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Þórdís J. Jakobsdóttir, Ingólfur Þorleifsson, Stella Hjaltadóttir og Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi Ísafjarðarbæjar. Rannveig Þorvaldsdóttir boðaði forföll og Unnar Reynisson mætti í hennar stað.
Fundargerð ritaði Margrét Halldórsdóttir.
Þetta var gert:
1. Lagt fram bréf frá Boltafélagi Ísafjarðar, um frí afnot af íþróttahúsinu á Torfnesi. 2008-05-0042.
Lagt fram bréf frá Boltafélagi Ísafjarðar, þar sem óskað er eftir gjaldfrjálsum afnotum af íþróttahúsinu á Torfnesi þann 21. maí n.k., í tilefni af 20 ára afmæli BÍ88.
Nefndin leggur til að samþykkt verði að BÍ88 fái frí afnot af íþróttahúsinu miðvikudaginn 21. maí n.k., í tilefni þessara merku tímamóta hjá félaginu.
2. Lagt fram bréf frá íþrótta- og tómstundafulltrúa varðandi húsnæði félagsmiðstöðva á Þingeyri og Suðureyri. 2008-05-0044.
Lagt fram bréf Margrétar Halldórsdóttur, íþrótta- og tómstundafulltrúa, dagsett 13. maí s.l., þar sem hún gerir grein fyrir húsnæðismálum félagsmiðstöðvanna á Þingeyri og Suðureyri.
Nefndin felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að finna lausn á þessu máli.
Nefndin telur brýnt að þessi mál séu í lagi.
3. Lagt fram bréf frá íþrótta- og tómstundafulltrúa varðandi menningarhús ungs fólks. 2008-05-0043.
Lagt fram bréf Margrétar Halldórsdóttur, íþrótta- og tómstundafulltrúa, dagsett 13. maí s.l., þar sem hún gerir grein fyrir fundi með stjórn Nemendafélags Menntaskólans á Ísafirði, um opnun á menningarhúsi fyrir unga fólkið, í stað Gamla Apóteksins.
Nefndin felur íþrótta- og tómstundafulltrúa, formanni íþrótta- og tómstunda-nefndar og formanni félagsmálanefndar að vinna áfram að þessu máli.
4. Kynning á Vinnuskólanum sumarið 2008.
Lagður fram kynningabæklingur um Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar sumarið 2008, þar sem fram kemur m.a. að allir þeir krakkar fæddir 1992-1994, sem eiga lögheimili í Ísafjarðarbæ eða foreldra sem eiga lögheimili í Ísafjarðarbæ fái vinnu. Vinnuskólinn verður til húsa í gamla Straumi að Silfurgötu 5, Ísafirði.
5. Önnur mál:
Jón Páll Hreinsson spurðist fyrir um leikjanámskeið í sumar í Ísafjarðarbæ. Margrét Halldórsdóttir gerði grein fyrir samskiptum sínum við íþróttafélögin og sagði frá bækling, sem er í smíðum þar sem fram kemur allt það starf sem verður í Ísafjarðarbæ í sumar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið klukkan kl. 17:41 .
Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður.
Þórdís J. Jakobsdóttir.
Unnar Þór Reynisson.
Margrét Halldórsdóttir.
Ingólfur Þorleifsson.
Stella Hjaltadóttir.
Jón Páll Hreinsson.