Íþrótta-og tómstundanefnd - 89. fundur - 27. febrúar 2008

Mætt voru: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Þórdís J. Jakobsdóttir, Ingólfur Þorleifsson, Stella Hjaltadóttir, Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar og Jón Páll Hreinsson, fulltrúi HSV.  Harpa Henrysdóttir mætti í forföllum Rannveigar Þorvaldsdóttur.  


Fundargerð ritaði Margrét Geirsdóttir.


 


Þetta var gert:



1. Lífshlaupið, landskeppni í hreyfingu.  2008-02-0076.


Tekin fyrir bréf frá ÍSÍ, Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands dagsett  14.   febrúar 2008, þar sem annars vegar eru kynntir viðburðir á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og hins vegar viðburðir á vegum almenningsíþróttasviðs þess.  Jafnframt tekið fyrir bréf dagsett 13. febrúar 2008, þar sem ,,Lífshlaupið? er kynnt en það er hvatningar- og átaksverkefni ÍSÍ sem höfðar til allra aldurshópa.  Markmið þess er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig og huga að sinni hreyfingu.  Bent er á vefsíðu Lífshlaupsins www.lifshlaupid.is þar sem þátttakendum gefst kostur á að skrá sig til þátttöku í leikjum og keppnum.  Þannig er hægt að fylgjast með stöðunni í hverju sveitarfélagi fyrir sig. 


Lagt fram til kynningar.


 


2. Opinn fundur um vetraríþróttir og útivist fyrir fatlaða.


Lögð fram til kynningar auglýsing um opinn fund um vetraríþróttir og útivist fyrir fatlaða, sem haldinn verður fimmtudaginn 6. mars 2008.  Jafnframt er auglýst námskeið Íþróttasambands fatlaðra, Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og Winter Park í Colorado, sem haldið verður dagana 7., 8. og 9. mars 2008 á Akureyri.  Námskeiðið er ætlað fötluðum einstaklingum, aðstandendum fatlaðra og fagfólki. 


Formaður HSV, Jón Páll Hreinsson, vekur athygli á að námskeiðið er styrkhæft hjá félaginu.



3. Lýðheilsustöð.  Allt hefur áhrif ? einkum við sjálf.  2004-12-0062.


Rætt um þróunarverkefni Lýðheilsustöðvar, sem unnið er í samvinnu við sveitarfélög í landinu.  Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti aðgerðaráætlun Ísafjarðarbæjar 2007-2010 á 237. fundi sínum þann 24. janúar 2008.  Íþrótta- og tómstundanefnd sem og HSV munu líta til aðgerðaráætlunarinnar í væntanlegri stefnumótunarvinnu sinni.



4. Lýðheilsustöð.  9. norræna lýðheilsuráðstefnan.  2007-12-0040.


Lagt fram ódagsett bréf frá Lýðsheilsustöð þar sem kynnt er 9. norræna lýðheilsuráðstefnan.  Hún verður haldin í Östersund í Svíþjóð dagana 9. ? 12. júní 2008. 


Allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna koma fram á www.nordiska2008.fhi.se.  Jafnframt var lagður fram kynningarbæklingur ráðstefnunnar sem og bókamerki. 


Lagt fram til kynningar.



5.   Íþróttafélag lögreglumanna á Ísafirði.  Styrkbeiðni.  2008-02-0060.


Lögð fram styrkbeiðni frá íþróttafélagi lögreglumanna á Ísafirði en bæjarráð Ísafjarðarbæjar vísaði erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar   þann 18. febrúar 2008. 


Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til að erindið verði samþykkt.



6. Önnur mál.


A. Frestur til að skila inn umsóknum um starf íþrótta- og tómstundafulltrúa Ísafjarðarbæjar er útrunninn.  Umsækjendur um stöðuna eru eftirtaldir sex einstaklingar:  Björg Reehaug Jensdóttir, Egill Kristján Björnsson, Finnur Magnús Gunnlaugsson, Margrét Halldórsdóttir, Ólafur J. Stefánsson, og Torfi Jóhannsson. 


B. Lögð fram styrkbeiðni frá nemendafélagi Menntaskólans á Ísafirði, en bæjarráð Ísafjarðarbæjar vísaði erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar, þann 25. febrúar 2008. 


Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar telur að þar sem ekki sé um íþróttaviðburð að ræða, sé eðlilegra að erindinu verði vísað til menningarmálanefndar.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið klukkan kl. 17:48.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður.


Stella Hjaltadóttir.      


Þórdís J. Jakobsdóttir.


Ingólfur Þorleifsson.      


Jón Páll Hreinsson.


Harpa Henrysdóttir.      


Margrét Geirsdóttir.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?