Íþrótta-og tómstundanefnd - 88. fundur - 6. febrúar 2008

Mætt voru: Guðný Stefanía Stefánsdóttir formaður, Þórdís J. Jakobsdóttir,  Rannveig Þorvaldsdóttir,  Ingólfur Þorleifsson,  Margrét Geirsdóttir forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar og Guðni Guðnason, fulltrúi HSV.  Harpa Henrysdóttir mætti í forföllum Stellu Hjaltadóttur.  


Fundargerð ritaði Margrét Geirsdóttir.


 


Þetta var gert:



1. Framtíðaruppbygging golfvalla í Ísafjarðarbæ.  2008-02-0030.


 Formenn golfklúbbanna á Ísafirði og á Þingeyri, þeir Tryggvi Sigtryggsson og Jóhannes Ingimarsson, mættu til viðræðna við íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar um framtíðaruppbyggingu golfvallanna í Ísafjarðarbæ. Jafnframt mætti Þórhallur Arason meðstjórnandi golfklúbbsins Glámu á Þingeyri.  Forsvarsmenn golfklúbbsins Glámu á Þingeyri hafa lýst áhuga sínum á að gerður verði rammasamningur á milli GGL og Ísafjarðarbæjar sambærilegan þeim sem í gildi er á milli Golfklúbbs Ísafjarðar og Ísafjarðarbæjar.  Sá samningur rennur út á yfirstandandi ári. 


 Rætt var um möguleika á auknu samstarfi á milli golfklúbbanna varðandi tækjanýtingu og fleira.  Í máli Tryggva kom fram að samningur sem gerður var við Golfklúbb Ísafjarðar um slátt á fótboltavelli á Ísafirði sé útrunninn og ósamið sé um hirðingu á nýjum púttvelli við Heilbrigðisstofnunina Ísafjarðarbæ.   Jóhannes og Þórhallur lögðu áherslu á aðkomu sveitarfélagsins  vegna sérstakra aðstæðna á Þingeyri með vísan til lokunar Vísis sem er stærsti atvinnurekandi á staðnum en golfvöllurinn skipar stóran sess í afþreyingu heimamanna og ferðamanna.  Bent var á nauðsyn þess að halda báðum golfvöllunum opnum.  


 


2. Önnur mál.  2008-02-0029.


A.  Lagt fram bréf dagsett 4. febrúar 2008 frá BÍ88 þar sem spurst er fyrir um notkun og umsjón á neðri hæð vallarhússins við Torfnes.  Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar felur starfsmanni að afla upplýsinga og svara fyrirspurninni.  


 


Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan kl. 17:44.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður


Rannveig Þorvaldsdóttir     


Þórdís J. Jakobsdóttir


Ingólfur Þorleifsson  


Guðni Guðnason   


Harpa Henrysdóttir      


Margrét Geirsdóttir





Er hægt að bæta efnið á síðunni?