Íþrótta-og tómstundanefnd - 81. fundur - 5. september 2007

Á fundinn mættu: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Þórdís Jóna Jakobsdóttir, Stella Hjaltadóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Helga Margrét Marzellíusardóttir, Torfi Jóhannsson, fulltrúi HSV og Jón Björnsson nemi.


Fundagerð ritaði Jón Björnsson nemi.


Þetta var gert:



1. Málefnastaða íþrótta- og tómstundamál


Kynnt staða mála sem nefndin hefur fengið til umfjöllunar á umliðnum mánuðum og staða þeirra. 



2. Staða Frístundamiðstöðvar. 2007-09-0024.


Vísir að væntanlegri Frístundamiðstöð hefur verið rekin í Gamla apótekinu síðastliðin tvö ár. 


Nefndin leggur til að áfram verði unnið með Frístundamiðstöðina sem hatt yfir íþrótta- og tómstundastarf í sveitarfélaginu.



3. Gamla apótekið, staða og framtíð. 2007-07-0014.


Rætt um stöðu Gamla apóteksins.  


Formanni nefndarinnar falið að ræða við formann félagsmálanefndar um næstu skref í málefnum Gamla apóteksins.  Nefndin telur mikilvægt að skoða möguleika á áframhaldandi starfsemi GA.



4. Ósk um niðurfellingu á gjöldum til eldri borgara 2007-09-0020


Bréf barst frá forstöðukonu Íþróttahússins á Torfnesi þar sem hún óskar eftir niðurfellingu á gjöldum til félags eldri borgara.  Félagið hafði farið þess á leit við hana.


Nefndin tekur jákvætt í beiðnina og leggur til að hún verði samþykkt. 



5. Önnur mál


Verkreglur verkefnasjóðs HSV lagðar fram til kynningar.


Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 18:22.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður.


Rannveig Þorvaldsdóttir     


Stella Hjaltadóttir 


Þórdís Jóna Jakobsdóttir    


Helga Margrét Marzellíusardóttir


Torfi Jóhannsson, fulltrúi HSV    


Jón Björnsson



Er hægt að bæta efnið á síðunni?