Íþrótta-og tómstundanefnd - 80. fundur - 20. júní 2007

Á fundinn mættu: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Þórdís Jóna Jakobsdóttir, Ingólfur Þorleifsson, Svava Rán Valgeirsdóttir, Torfi Jóhannsson, fulltrúi HSV, Ingibjörg María Guðmundsdóttir,  yfirmaður Skóla- og fjölskyldusviðskrifstofu og Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.


Stella Hjaltadóttir boðaði forföll, í hennar stað mætti Lísbet Harðardóttir.


Fundagerð ritaði Ingibjörg María Guðmundsdóttir.


Þetta var gert:



1. Dægradvöl.


Kynntar niðurstöður úr könun meðal foreldra barna í Dægradvöl.


Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að fela starfsmönnum og formanni að ganga frá bréfi til bæjarráðs um að Dægradvöl verði undir félagsmiðstöðinni skv. samþykkt í fjárhagsáætlun ársins. Einnig verði drög að starfslýsingu  meðfylgjandi bréfinu. 



2. Umsóknir til EBÍ.  2007-06-0025


Rætt um hugsanlegar umsóknir um verkefni til EBÍ.


 Frestað til næsta fundar í ágúst n.k.



3. Skipulagsbreytingar hjá Ísafjarðarbæ.


Rætt um drög að skipulagsbreytingum, sem lagðar verða fyrir bæjarstjórn til fyrri umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.



4. Óformlegir styrkir.


Rætt um mikilvægi þess að allir styrkir, formlegir sem óformlegir, verði skráðir. Óformlegir styrkir geta verið í formi fríum aðgangi fyrir ákveðna hópa en þarf að skrá.



5. Breytingar á fulltrúum nefndarinnar.


Svava Rán Valgeirsdóttir tilkynnti að hún yrði ekki starfandi n.k. ár í nefndinni þar sem hún hyggur á búsetu erlendis.


Jafnframt gerði Lísbet Harðardóttir grein fyrir að hún yrði starfsmaður félagsmiðstöðvarinnar frá og með næsta mánuði og verður þá vanhæf til setu í íþrótta- og tómstundanefnd vegna starfa sinna í félagsmiðstöð Ísfajarðar.


Þar sem þetta var síðasti fundur Ingibjargar Maríu Guðmundsdóttur, núverandi yfirmanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu, var henni þakkað samstarfið á undanförnum árum.


Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 18:30.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður.


Ingólfur Þorleifsson.     


Svava Rán Valgeirsdóttir. 


Þórdís Jóna Jakobsdóttir.    


Lísbet Harðardóttir.


Torfi Jóhannsson, fulltrúi HSV.   


Ingibjörg María Guðmundsdóttir, yfirmaður Skóla- og fjölskyldusk.


Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?