Íþrótta-og tómstundanefnd - 77. fundur - 9. maí 2007

Á fundinn mættu: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Stella Hjaltadóttir, Ingólfur Þorleifsson, Þórdís Jakobsdóttir og Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.  Svava Rán Valgeirsdóttir og Torfi Jóhannsson mættu ekki og engir varamenn í þeirra stað.  Fundargerð ritaði Jón Björnsson.


 


Þetta var gert:



1. Reglur Afreksmannasjóðs Ísafjarðarbæjar og HSV. 


Lögð fram drög að reglum fyrir Afreksmannasjóð Ísafjarðarbæjar og HSV í samræmi við bókun nefndarinnar frá 76. fundi.


Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir framlögð drög og leggur til við bæjarstjórn að þau verði samþykkt, sem reglur fyrir Afreksmannasjóða Ísafjarðarbæjar og HSV.   



2. Reglur um auglýsingar í íþróttahúsum sveitarfélagsins.


Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um auglýsingar í íþróttahúsum og á íþróttavöllum Ísafjarðarbæjar í samræmi við bókun á 76. fundi nefndarinnar.


Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir framlögð drög að reglum með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.



3. Samningur við Kómedíuleikhúsið um Morrann og fleira.   2007-05-0022


Lagður fram samningur milli Ísafjarðarbæjar og Kómedíuleikhússins, um að Kómedíuleikhúsið taki að sér Morrann í vinnuskólanum og haldi leiklistarnámskeið í félagsmiðstöð. Samningurinn gildir í þrjú ár frá maí 2007. Lagt fram til kynningar.


  


4. Sunddagurinn mikli.


Lagt fram bréf frá Sundsambandi Íslands, um sunddag sem haldinn verður víðs vegar um landið þann 9. júní n.k. Þá er lagt upp með sameiginlega dagskrá flestra sundstaða á landinu. Einnig kynntur samningur milli Vestra og SSÍ um samstarf vegna dagsins.


Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar framtakinu og mælist til að þennan dag verði frítt í allar sundlaugar Ísafjarðarbæjar í tilefni dagsins. Þá samþykkir nefndin einnig aðkomu sundstaða sem tilgreind er í samningnum. Forstöðumönnum falið að vinna að undirbúningi dagsins eftir því sem þörf verður á.



5. Önnur mál.


a) Ákveðið var að næsti fundur nefndarinnar verður haldin á Suðureyri.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 16:50.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður.


Ingólfur Þorleifsson.     


Stella Hjaltadóttir.  


Þórdís Jakobsdóttir.      


Jón Björnsson,  íþrótta- og tómstundafulltrúi. 





Er hægt að bæta efnið á síðunni?