Íþrótta-og tómstundanefnd - 71. fundur - 9. janúar 2007

Á fundinn mættu: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Ingólfur Þorleifsson, Þórdís Jóna Jakobsdóttir, Stella Hjaltadóttir, Svava Rán Valgeirsdóttir og Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.  Fulltrúi HSV mætti ekki né staðgengill hans.   Fundargerð ritaði Jón Björnsson.


 


Þetta var gert:



1. Umsókn um auglýsingu á Íþróttavallarhús Torfnesi.


Tekin fyrir umsókn Boltafélags Ísafjarðar þess efnis að félagið fái að mála merki aðal-styrktaraðila sinna á útveggi Íþróttavallarhússins á Torfnesi.  Engar reglur eru til vegna útiskilta á íþróttasvæðum. 


Nefndin felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að skoða hvaða reglur gilda í öðrum sveitafélögum og leggja fram uppkast af vinnureglum sem nýta mætti.  Umsóknin verður tekin fyrir á næsta fundi nefndarinnar.



2. Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar. - Endurmat.


Rætt um hátíð vegna vals íþróttamanns ársins 2006.  Hátíðin tókst ágætlega og   mættu alls um 80 gestir.  Rætt var um framkvæmd boðunar.  Fram kom að alls voru 150 boðskort send út jafnt til íþróttafélaga, fjölmiðla, nefndarmanna og fyrri valþega. Þrátt fyrir að boðið sé formlega á hátíðina er hún opin öllum íbúum sveitafélagsins. 


Formanni íþrótta- og tómstundanefndar og íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna endurmat vegna liðinnar hátíðar.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl.17:20


Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður.


Þórdís Jóna Jakobsdóttir.    


Ingólfur Þorleifsson.


Stella Hjaltadóttir.     


Svava Rán Valgeirsdóttir.


Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.    





 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?