Íþrótta-og tómstundanefnd - 70. fundur - 3. janúar 2007
Á fundinn mættu: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Ingólfur Þorleifsson, Þórdís Jóna Jakobsdóttir, Stella Hjaltadóttir, Svava Rán Valgeirsdóttir, Ingi Þór Ágústsson, fulltrúi HSV og Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Fundargerð ritaði Jón Björnsson.
Þetta var gert:
1. Verklag við val íþróttamanns Ísafjarðarbæjar.
Rætt um stjórn afreksmannasjóðs Ísafjarðarbæjar og hlutverk hennar. Ákveðið var að kalla ekki nefnd saman, heldur taki íþrótta- og tómstundanefnd ákvörðun um val íþróttamanns ársins 2006 og leggur nefndin til að sá háttur verði hafður á í framtíðinni.
2. Framtíð afreksmannasjóðs Ísafjarðarbæjar.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að afreksmannasjóður Ísafjarðarbæjar verði færður til HSV, að frádregnum kostnaði við tilnefningu íþróttamanns Ísafjarðarbæjar. Umsókir um styrki úr sjóðnum verði sendar til HSV.
3. Reglur um val íþróttamanns.
Íþrótta- og tómstundanefnd telur brýnt, að semja reglur um val íþróttamanns Ísafjarðarbæjar.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að kanna hvaða reglur gilda annars staðar.
Ingi Þór Ágústsson vék af fundi eftir afgreiðslu þessa liðar.
4. Val íþróttamannns Ísafjarðarbæjar 2006.
Val á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2006. Níu tilnefningar bárust til nefndarinnar, um kjör íþróttamanns Ísafjarðarbæjar að þessu sinni.
Nefndin tók ákvörðun um valið og verður sú ákvörðun kynnt sunnudaginn 7. janúar n.k., í hófi sem haldið verður í tilefni þessa.
Ákveðið var að veita íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2006, peningaverðlaun að upphæð kr. 100.000.-.
Ingólfur Þorleifsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar dagskrár.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl.18:20
Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður.
Þórdís Jóna Jakobsdóttir.
Ingólfur Þorleifsson
Stella Hjaltadóttir.
Svava Rán Valgeirsdóttir
Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Ingi Þór Ágústsson, fulltrúi HSV.