Íþrótta-og tómstundanefnd - 62. fundur - 24. maí 2006

Á fundinn mættu: Jón Hálfdán Pétursson, formaður, Guðríður Sigurðardóttir, Jóna Benediktsdóttir, Ingólfur Þorleifsson, Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Ingibjörg María Guðmundsdóttir forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Torfi Jóhannsson og Sturla Páll Sturluson tilkynntu forföll. Ingi Þór Ágústsson mætti fyrir hönd HSV.


Fundargerð ritaði Jóna Benediktsdóttir.



Þetta var gert:





1. Skýrsla Skíðanefndar



Guðríður Sigurðardóttir kynnti skýrslu nefndar um stöðu og stefnu skíðasvæðis á Ísafirði.  Nefndin hélt þrettán fundi.   Ákveðnir liðir voru teknir út og skoðaðir sérstaklega.  Nefndin leggur fram ákveðna tillögu, sjá bls. 11 í skýrslunni.  Helstu niðurstöður eru að fara þarf í uppbyggingu svo bærinn haldi stöðu sinni sem öflugur skíðabær.  


Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar skíðanefndinni vel unnin störf.



2. Styrkbeiðni


Tekin fyrir beiðni frá Þóri Guðmundssyni.  Nefndin tekur jákvætt í málið og felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa að hafa samband við Afreksmannasjóð og leita leiða innan bæjarkerfisins til að erindið fái afgreiðslu.



3. Önnur mál


a) Samningur við Stefni.  Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti samning við Stefni um líkamsræktartæki.  Samningurinn stendur til áramóta og skal þá endurskoðaður.


b) Rætt um vinnulag í nefndum almennt.  Mikilvægt að hægt sé að ræða mál og skiptast á skoðunum á fundum. 


Samstarf í nefndinni á þessu kjörtímabili hefur gengið vel og nefndin þakkar góðar veitingar á þessum síðasta fundi hennar.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:45.





Jón Hálfdán Pétursson, formaður.


Guðríður Sigurðardóttir.    


Jóna Benediktsdóttir


Ingólfur Þorleifsson     


Ingi Þór Ágústsson


Jón Björnsson      


Ingibjörg María Guðmundsdóttir











Er hægt að bæta efnið á síðunni?