Íþrótta-og tómstundanefnd - 58. fundur - 8. mars 2006
Á fundinn mættu: Jón Hálfdán Pétursson, formaður, Jóna Benediktsdóttir, Sturla Páll Sturluson, Guðríður Sigurðardóttir, Gunnar Þórðarson, frkvstj. HSV og Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi. Torfi Jóhannsson boðaði forföll í hans stað mætti Ingólfur Þorleifsson. Fundargerð ritaði Jóna Benediktsdóttir.
Þetta var gert:
1. Samningur við íþróttafélagið Stefni á Suðureyri, varðandi líkamsræktartæki, rekstur þeirra, uppbyggingu o.fl.
Jóhannes Aðalbjörnsson, forstöðumaður sundlaugar og íþróttahúss á Suðureyri mætti á fundinn undir þessum lið og upplýsti nefndina um aðsókn í íþróttahúsið á Suðureyri og fleira þessa fyrstu mánuði í rekstri. Aðsókn hefur verið góð.
Farið var yfir drög að samningi við íþróttafélagið Stefni á Suðureyri og nokkrar breytingar gerðar á samningsdrögunum. Þessar breytingar eru gerðar í samræmi við óskir íþróttafélagsins Stefnis. Meginbreytingin er sú að fallið hefur verið frá að hlutfall innkomu fari til uppbyggingar aðstöðunnar, þess í stað fer ákveðinn upphæð, kr. 375.000.- af fyrstu innkomugjöldum, til Stefnis vegna uppbyggingar í tækjasal. Eftir það fara allar tekjur af tækjakostinum til íþróttahússins. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að ganga frá samningum með áorðnum breytingum.
Nefndin leggur til að samningurinn verði samþykktur með þessum breytingum.
2. Frístundamiðstöð staða og stefna.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi lagði fram drög að starfsskýrslu vegna fyrstu sex mánaða í starfi. Fyrst og fremst hefur verið unnið að því að skerpa á boðleiðum, bæta yfirsýn og auka fagmennsku. Nefndin lýsir yfir ánægju með þetta framtak íþrótta-og tómstundafulltrúa og þakkar fyrir skýrsluna.
Stefnumótun í málaflokknum verður skoðuð í samhengi við skýrsluna á næsta
fundi.
3. Sameining íþróttafélaga á Ísafirði.
Gunnar Þórðarson kynnti stöðuna í sameiningaferli íþróttafélaga á Ísafirði. Í upphafi eru aðeins Sundfélagið Vestri, Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar, Boltafélag Ísafjarðar og Skíðafélag Ísfirðinga með í ferlinu, en til stendur að bjóða öllum félögum í HSV að vera með í þessu sameinaða íþróttafélagi. Megintilgangur sameiningarinnar er að þjappa íþróttafólki betur saman og nýta starfsmenn betur. Stefnt er að stofnfundi á vordögum 2006.
4. Önnur mál
1. Rætt um möguleika forstöðumanna stofnana til að breyta gjaldskrá í sérstökum tilvikum, til dæmis tímabundin lækkun samþykktrar gjaldskrár vegna átaksverkefna eða sérstakra daga. Nefndin leggur til að forstöðumönnum verði heimilað að gera slíkar breytingar í samráði við íþrótta- og tómstundafulltrúa enda geta þær leitt til fjölgunar notenda.
2. Fundagerðir nefndar um endurskoðun á þjónustu skíðasvæðis lagðar fram til kynningar. Haldnir hafa verið fjórir fundir og stefnt er að því að nefndin ljúki störfum fyrir páska.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:30.
Jón Hálfdán Pétursson, formaður.
Sturla Páll Sturluson. Jóna Benediktsdóttir.
Guðríður Sigurðardóttir. Ingólfur Þorleifsson.
Gunnar Þórðarson, HSV. Jón Björnsson,
íþrótta- og tómstundafulltrúi.