Íþrótta-og tómstundanefnd - 57. fundur - 8. febrúar 2006
Á fundinn mættu: Jón Hálfdán Pétursson, formaður, Jóna Benediktsdóttir, Guðríður Sigurðardóttir, Sturla Páll Sturluson og Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Fundargerð ritaði Albertína Friðbjörg Elíasdóttir.
Þetta var gert:
1. Frístundamiðstöð og stefnumótun.
Rætt var um framtíðarsýn á frístundamistöð og útfærslu á stefnumótunarvinnu fyrir íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar. Málin rædd og ákveðið að nefndarmenn skoði drög stefnumótunar fyrir næsta fund nefndarinnar.
2. Önnur mál
a. Fundarritun nefndarinnar.
Borin upp tillaga yfirmanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu um að fundartími nefndarinnar verði framvegis kl. 16:30 eða þá að annar ritari verði kosin úr hópi nefndarfulltrúa. Ástæðan er erfiðleikar með tímasetningu fyrir núverandi fundarritara.
Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að Jóna Benediktsdóttir verði ritari nefndarinnar.
b. Afmæli Sundhallar við Austurveg á Ísafirði.
Sundhöllin við Austurveg varð 60 ára þann 1. febrúar s.l. Af því tilefni var frítt í sund í viku og lauk því í gær. Aðsóknin var misjöfn, en mest á sunnudaginn þegar tæplega 200 manns mættu í laugina.
Lagt fram til kynningar
c. Samningur um líkamsræktartæki á Suðureyri.
Rætt um drög að samningi um líkamsræktartæki á Suðureyri. Samþykkt að fela Sturlu Páli að ræða við stjórn Stefnis á Suðureyri um drögin.
d. Samráðsfundur.
Ákveðið að halda samstarfsfund milli stjórnenda Grunnskólans á Ísafirði, Félagsmiðstöðvar Ísafjarðar og Gamla apóteksins um skipulag tómstundastarfs.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að boða til fundarins.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.10.
Jón Hálfdán Pétursson, formaður.
Sturla Páll Sturluson. Jóna Benediktsdóttir.
Guðríður Sigurðardóttir. Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.