Íþrótta-og tómstundanefnd - 56. fundur - 25. janúar 2006
Þetta var gert:
1. Sparkvallarátak KSÍ.
Lagt fram bréf, dags. 10. janúar s.l. frá KSÍ um sparkvallarátak ásamt samningi milli KSÍ og sveitarfélags um byggingu sparkvalla. Í gögnum kemur fram að lokafrestur til að sækja um völl er 8. febrúar n.k. fyrir framkævmdir á árunum 2006 og 2007.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarráð að sótt verði um tvo velli á árinu 2007 og að tíminn fram að framkvæmd verði nýttur til að kanna mögulega fjármögnun annars staðar. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að senda umsóknir til KSÍ.
2. Skipulag íþrótta- og tómstundamála.
Lagt fram minnisblað frá íþrótta- og tómstundafulltrúa um skipulag íþrótta- og tómstundamála þar sem tilgreind eru verkefni málaflokksins, tengsl út fyrir stjórnsýsluna og inn á önnur verkefni sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.
3. Endurskoðun á þjónustu skíðasvæðis. 2005-11-0028.
Lagt fram bréf frá bæjarritara þar sem óskað er eftir því skv. bókun bæjarstjórnar að íþrótta- og tómstundanefnd komi með endanlega tillögu um skipan nefndar um endurskoðun á þjónustu skíðasvæðis, sem síðan verði lögð fyrir bæjarráð og bæjarstjórn.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til eftirfarandi aðila í nefndina: Guðríður Sigurðardóttir, fulltrúi íþrótta- og tómstundanefndar sem verði jafnframt formaður, Maríj Colruyt, fulltrúi almennings, Gunnar Þórðarson, fulltrúi HSV, Jóhann Torfason, fulltrúi skíðasvæðisins og Guðjón Ólafsson, form. alpagreinanefndar sem fulltrúi Skíðafélagsins.
4. Önnur mál
a. Afmæli Sundhallar við Austurveg á Ísafirði.
Sundhöllin við Austurveg verður 60 ára í næsta mánuði.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarráð, að afmælisvikuna verði frítt í sund og reynt verði að hafa sérstaklega langa opnun á sjálfan afmælisdaginn.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:50
Jón Hálfdán Pétursson, formaður.
Sturla Páll Sturluson. Jóna Benediktsdóttir.
Guðríður Sigurðardóttir. Ingólfur Þorleifsson.
Gunnar Þórðarson, HSV. Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.