Íþrótta-og tómstundanefnd - 54. fundur - 14. desember 2005

Á fundinum voru: Bryndís Birgisdóttir, formaður, Jón Hálfdán Pétursson, Jóna Benediktsdóttir, Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Gunnar Þórðarson, frkvstj. HSV, Sturla Páll Sturluson og Guðríður Sigurðardóttir.


Albertína Friðbjörg Elíasdóttir ritaði fundargerð.

Þetta var gert:


  1. Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2005.

    Lögð fram tillaga að dagskrá fyrir kjör Íþróttamanns Ísafjarðarbæjar, sem fram fari 29. desember kl. 17.00 í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.


    Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir framkomna dagskrá.



  2. Gjaldskrá íþróttahúss Suðureyrar.

    Lögð fram tillaga að gjaldskrá íþróttahúss Suðureyrar.


    Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að gjaldskrá íþróttahúss Suðureyrar verði hin sama og í íþróttahúsunum á Þingeyri og Flateyri.



  3. Þjónustukaup í íþróttahúsum.

    Rætt um hvort búa þurfi til sérstakar reglur um þjónustukaup í íþróttahúsum.


    Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að búa til drög að reglum.



  4. Gjaldskrá Skíðasvæðis.

    Lögð fram tillaga að gjaldskrá Skíðasvæðis.


    Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til, að framlögð gjaldskrá verði samþykkt.





  5. Endurskoðun á þjónustu Skíðasvæðis.

    Rætt um endurskoðun á þjónustu Skíðasvæðis.


    Íþrótta- og tómstundanefnd ítrekar bókun sína frá 51. fundi þann 12. október s.l., þar sem nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði 5 manna starfshópur til að endurskipuleggja þjónustustig og setja upp framtíðarsýn fyrir Skíðasvæðið.



  6. Þjónusta í Skíðaskála, Tungudal.

    Lagt fram minnisblað frá íþrótta- og tómstundafulltrúa um þjónustu í Skíðaskála, Tungudal.


    Lagt fram til kynningar.



  7. Önnur mál.

Rætt almennt um samstarf íþróttafélaga.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:15.




Bryndís Birgisdóttir, formaður.


Jón Hálfdán Pétursson. Jóna Benediktsdóttir.


Gunnar Þórðarson. Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.


Sturla Páll Sturluson. Guðríður Sigurðardóttir.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?