Íþrótta-og tómstundanefnd - 52. fundur - 16. nóvember 2005
Ingibjörg María Guðmundsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
- Fjárhagsáætlun 2006. 2005-04-0035
Jón Björnsson gerði grein fyrir stöðu við gerð fjárhagsáætlunar, helstu breytingartillögum og lagði fram greinargerð með fjárhagsáætlun 2006 fyrir íþrótta- og tómstundamál, sem sent er inn til fjármálastjóra.
Lagt fram til kynningar.
- Kynning á störfum Framtíðarnefndar HSV.
Gunnar Þórðarson kynnti nefndinni erindi frá formannafundi um Framtíðarnefnd HSV og stefnuna sem mörkuð hefur verið til að efla störf íþróttafélaganna og til að efla virkt eftirlit með faglegum störfum íþróttafélaganna.
- Samningur um rekstur vallasvæðis á Torfnesi. 2004-09-0044
Kynnt staða samnings um rekstur vallasvæðis á Torfnesi, sem gerður var við Boltafélag Íafjarðar og rennur út um áramót.
Íþrótta- og tómstundanefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að koma með tillögu að framtíðarrekstri vallasvæðis á Torfnesi.
- Húsnæðismál Félagsmiðstöðvar á Ísafirði. 2005-11-0026
Kynnt afgreiðsla bæjarráðs um að Félagsmiðstöðin á Ísafirði leigi húsnæði í eigu Sjálfstæðisflokksins til starfseminnar. Starfsmenn eru að flytja búnað og koma fyrir tækjum í nýju húsnæði.
Lagt fram til kynningar.
- Fjármál og rekstur skíðasvæðis. 2003-12-0065
Kynnt afgreiðsla bæjarráðs vegna beiðni um aukafjárveitingu til að loka rekstri ársins.
Lagt fram til kynningar.
- Íþróttahús á Suðureyri. 2003-10-0020
Farið yfir stöðu framkvæmda við Íþróttahúsið á Suðureyri og hugsanlega þátttöku félagasamtaka við tækjakaup og aðra innanstokksmuni. Formaður kynnti þá ákvörðun að íþróttahúsið verði væntanlega afhent með viðhöfn þann 26. nóvember n.k. kl. 14:00.
- Önnur mál.
- Bréf frá félagi íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi.
2005-11-0042
Lagt fram bréf frá félaginu dags. 30. sept. 2005 ásamt tímariti félagsins.
Lagt fram til kynningar.
- Íþróttir og heilsurækt eldri borgara. 2005-06-0048
Lagt fram bréf dags. 10. júní 2005, frá ÍSÍ þar sem óskað er upplýsinga um þá aðila sem sinna málefnum eldri borgara.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að svara erindinu.
- Stjórnun íþróttahúss á Suðureyri.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi leggur til að ráðinn verði vaktstjóri í íþróttahúsið tímabundið á meðan verið er að skoða verklýsingu stjórnenda íþróttahúsa.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna áfram að málinu í samvinnu og samráði við starfsmannastjóra.
- Allt hefur áhrif. 2004-12-0062.
Jóna Benediktsdóttir upplýsti um að verið væri að koma á laggirnar starfshópi fyrir verkefnið ,,Allt hefur áhrif".
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:55
Bryndís Birgisdóttir, formaður.
Jón Hálfdán Pétursson. Jóna Benediktsdóttir. Gunnar Þórðarson.
Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.