Íþrótta-og tómstundanefnd - 135. fundur - 3. október 2012

Dagskrá:

1.

2012090006 - Fjárhagsáætlun 2013 og þriggja ára áætlun.

 

Lögð fram til kynningar drög að viðhalds- og fjárfestingaáætlun íþróttamannvirkja 2013.

Nefndin gerir ekki athugasemd við drögin.

 

   

2.

2012030068 - Samstarfssamningur HSv og Ísafjarðarbæjar 2012.

 

Lagðar fram til kynningar verklagsreglur vegna 16. greinar samstarfssamnings HSV og Ísafjarðarbæjar.

Nefndin samþykkir verklagsreglurnar með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.

 

   

3.

2011030095 - Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar

 

Lög fram drög að íþrótta- og tómstundastefnu Ísafjarðarbæjar, sem verið hefur í vinnslu í nefndinni.

Nefndin leggur til að drögin verði send bæjarráði.

 

   

4.

2012030082 - Vinnuskólinn 2012.

 

Lögð fram til kynningar skýrsla vinnuskóla Ísafjarðarbæjar sumarið 2012.

Nefndin þakkar fyrir góða skýrslu.

 

Hermann V. Jósefsson lagði fram eftir farandi bókun:

Í ljósi þess hversu lítið hlutfall af unnum tíma vinnuskólans er unninn á Flateyri (1,9%) og Suðureyri (2,8%) sér undirritaður ekki skynsemi í því að halda úti starfsemi á þessum stöðum á komandi sumri að óbreyttu. Álykta má að þar sem um 15% íbúa Ísafjarðarbæjar búa á þessum stöðum sé meira af kennsluverkefnum fyrir vinnuskólann heldur en tölur um unninn tíma segja til um.

 

   

5.  Önnur mál:

 

a)      2012-04-0014.  

Guðný Stefanía Stefánsdóttir mótmælir því að íþróttahúsið á Torfnesi sé tekið undir kosningar og tímar teknir af íþróttafélögum. Eðlilegra væri að nota skólahúsnæði til kosninga.

 

b) 2011-02-0114.

Meirihluti íþrótta- og tómstundarnefndar harmar að bæjarstjórn hafi hafnað tillögu bæjarstjóra, um að færa skíðasvæðið frá umhverfis- og eignasviði yfir á skóla- og tómstundasvið.

Skíðasvæðið hefur verið undir umsjón umhverfis- og eignasviðs án forstöðumanns í tvo vetur. Síðastliðið haust skoraði íþrótta- og tómstundanefnd á bæjarstjórn að ráða forstöðumann eins og nú hefur verið gert. Starfsmenn bæjarins hafa komist að þeirri niðurstöðu að málefnum skíðasvæðisins sé best borgið undir stjórn skóla- og tómstundasviðs og sér nefndin ekki hvað fáist út úr því, að neita hagræðingu sem starfsfólk bæjarins telur til bóta.

Meirihluti íþrótta- og tómstundanefndar telur að málefni skíðasvæðisins skuli heyra undir skóla- og tómstundasvið og skorar á bæjarráð og bæjarstjórn að taka þetta mál fyrir aftur og endurskoða sína afstöðu.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55

 

Kristján Óskar Ásvaldsson

Margrét Halldórsdóttir

Guðný Stefanía Stefánsdóttir

Dagur Hákon Rafnsson

Hermann Vernharður Jósefsson

Gauti Geirsson

Patrekur Súni Reehaug

Er hægt að bæta efnið á síðunni?