Íþrótta-og tómstundanefnd - 132. fundur - 11. apríl 2012
Dagskrá:
1. |
2012040012 - Rekstrar- og starfsskýrsla HSV 2011 |
|
Lögð fram til kynningar rekstrar- og starfsskýrsla HSV vegna ársins 2011. |
||
|
||
2. |
2012030068 - Samstarfssamningur 2012 |
|
Lögð fram drög að samstarfssamningi og verkefnasamningi við HSV og kynntar þær breytingar sem á drögunum hafa orðið. |
||
|
||
3. |
2012010029 - Útboð á rekstri skíðasvæða í Ísafjarðarbæ. |
|
Lagt fram bréf frá sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dagsett 4. apríl 2012 þar sem fram kemur að í skoðun sé að fara í forval vegna útboðs á rekstri skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar. Óskað er eftir áliti íþrótta- og tómstundanefndar. Nefndinni lýst vel á að farið verði í forval en leggur á það áherslu að hver sá sem að lokum tekur við rekstri svæðisins uppfylli ákveðin skilyrði. Nefndin lýsir sig reiðubúna til að koma að útfærslu slíkra skilyrða. |
||
|
||
4. |
2012030082 - Vinnuskólinn 2012 |
|
Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs dagsett 10. apríl 2012, þar sem fram kemur tillaga að launum ungmenna í vinnuskólanum sumarið 2012. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt. |
||
|
||
5. |
2011030095 - Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar |
|
Unnið að stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum.
|
||
|
Nefndin þakkar fyrir góða Skíðaviku.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50
Guðný Stefanía Stefánsdóttir.
Dagur Hákon Rafnsson.
Hermann Vernharður Jósefsson.
Hildur Sólveig Elvarsdóttir, formaður.
Gauti Geirsson.
Margrét Halldórsdóttir.