Íþrótta-og tómstundanefnd - 128. fundur - 11. janúar 2012

Fundinn sátu:
Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Varaformaður
Dagur Hákon Rafnsson, Aðalmaður
Hermann Vernharður Jósefsson, Aðalmaður
Guðríður Sigurðardóttir, Varamaður
Margrét Halldórsdóttir, Starfsmaður Ísafjarðarbæjar
Gauti Geirsson, Aðalmaður
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir,

 

Dagskrá:
1. 2012010018 - Árskort barna í sund í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík
Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 6. janúar s.l., þar sem fram
kemur að i viðræðum á milli bæjarstjóra Bolungarvíkurkaupstaðar og Ísafjarðarbæjar,
hefur komið fram sú hugmynd, að árskort barna í sund gildi jafnt Bolungarvík og
Ísafjarðarbæ. Á fundi bæjarráðs þann 9. janúar s.l. var bæjarstjóra veitt heimild til að
ganga frá samningi þessa efnis milli sveitarfélaganna.
Nefndin fagnar þessum samningi og hvetur til frekara samstarfs.


2. 2012010006 - Ýmis erindi 2012 - Ungmennafélag Íslands
Lagt fram bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 3. janúar s.l., þar sem óskað er eftir því
við sveitarfélög að þau veiti hópum sem eru í íþróttakeppnum afsláttarkjör af gistingu í
skólahúsnæði viðkomandi sveitarfélags.
Lagt fram til kynningar.


3. 2012010017 - Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2011
Val á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2011. Níu tilnefningar bárust nefndinni um íþróttamann
Ísafjarðarbæjar að þessu sinni. Nefndin tók einróma ákvörðun um valið og verður sú
ákvörðun kynnt sunnudaginn 22. janúar n.k. kl. 16:00 í hófi sem haldið verður í
stjórnsýsluhúsinu.


4. 2011030095 - Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar
Lögð fram vinnugögn af íbúaþingi um stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum
Ísafjarðarbæjar. Unnið úr hluta af gögnunum og starfsmanni falið að vinna áfram í
samræmi við umræður á fundinum.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15


Guðný Stefanía Stefánsdóttir

Dagur Hákon Rafnsson
Hermann Vernharður Jósefsson
Guðríður Sigurðardóttir
Margrét Halldórsdóttir

Gauti Geirsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?