Íþrótta-og tómstundanefnd - 125. fundur - 12. október 2011
Þetta var gert:
1. Gjaldskrár íþróttamannvirkja Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2012.
Gjaldskrár íþróttamannvirkja Ísafjarðarbæjar verða uppfærðar um 5%.
Nefndin felur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs að námunda gjaldskrárnar eftir þörfum og bera upp til samþykktar á næsta fundi nefndarinnar.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að vallargjöld á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri verði samræmd við gjaldtöku fyrir 1/3 vallar á Torfnesi, Ísafirði.
Hildur Sólveig Elvarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
2. Bréf Héraðssambands Vestfirðinga. - Rekstur íþróttamannvirkja á Torfnesi, Ísafirði. 2011-10-0009.
Nefndin leggur til að farið verði í viðræður við HSV um erindið er varðar yfirtöku á rekstri íþróttamannvirkja á Torfnesi, Ísafirði.
3. Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar. 2011-03-0095.
Rætt um fyrirkomulag íbúaþings, sem haldið verður á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði fimmtudaginn 10. nóvember n.k. klukkan 16.30.
Formaður vinnur í samstarfi við sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs að undirbúningi þingsins.
Önnur mál
- Firmamót Ívars í Boccia
Íþrótta- og tómstundanefnd ákveður að senda lið til keppni.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl 17.00.
Hildur Sólveig Elvarsdóttir, formaður.
Þórdís Jakobsdóttir.
Guðný Stefanía Stefánsdóttir.
Dagur H. Rafnsson.
Kristján Þór Kristjánsson.
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson.