Íþrótta-og tómstundanefnd - 123. fundur - 8. júní 2011
Mætt voru: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, varaformaður, Þórdís Jakobsdóttir og Dagur H. Rafnsson. Hermann V. Jósefsson boðaði forföll og mætti Arna Sigríður Albertsdóttir í hans stað. Guðrún Margrét Karlsdóttir, formaður, boðaði forföll og mætti enginn í hennar stað. Jafnframt sátu fundinn Margrét Halldórsdóttir sviðstjóri skóla- og tómstundasviðs og Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmdastjóri HSV.
Fundargerð ritaði Margrét Halldórsdóttir.
Þetta var gert:
1. Kennaraherbergi í íþróttahúsinu á Torfnesi. 2011-06-0014.
Lagt fram bréf frá HSV fyrir hönd Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar, þar sem óskað er eftir að fá að nýta annað kennaraherbergið í íþróttahúsinu á Torfnesi.
Nefndin gerir ekki athugsemdir við þessa notkun á kennaraherberginu og telur að herbergið í suðurenda hússins henti betur.
2. Árskýrsla HSV árið 2010. 2011-04-0045.
Lögð fram til kynningar rekstrar- og starfsskýrsla HSV fyrir starfsárið 2010.
Nefndin þakkar fyrir greinagóða skýrslu.
3. Ályktanir frá Ársþingi HSV 2011.
Lagðar fram ályktanir af ársþingi HSV, þar sem Ísafjarðarbæ er þakkaður stuðningur á liðnum árum og skorað á áframhaldandi stuðning við íþrótta- og æskulýðsstarf. Einnig skorar þingið á að áframhaldandi samstarf verði við HSV með verkefnasamningi.
Nefndin þakkar HSV gott samstarf á undanförnum árum.
4. Ráðstefnan ,,Ungt fólk og lýðræði“. 2011-05-0041.
Lagt fram bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 20. maí 2011, þar sem vakin er athygli á ungmennaráðstefnu sem haldin verður dagana 22.-24. september n.k.
Nefndin hvetur HSV til að kynna ungmennaráðstefnuna vel fyrir sínum félögum og hvetja ungmenni til þátttöku.
5. Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum. 2011-03-0095.
Unnið að stefnumótun í íþrótt- og tómstundamálum.
6. Önnur mál.
a) Bekkir við göngustíginn út í Hnífsdal.
Fyrirspurn kom um hvort setja eigi upp bekki við göngustíginn út í Hnífsdal.
Starfsmanni falið að kanna málið.
b) Vallarhúsið á Torfnesi.
Rætt um umgengni í vallarhúsinu.
Nefndin skorar á þá sem ganga um húsið að ganga snyrtilega um.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl.18:00.
Guðný Stefanía Stefánsdóttir, varaformaður.
Þórdís Jakobsdóttir.
Arna Sigríður Albertsdóttir.
Dagur H Rafnsson.
Margrét Halldórsdóttir.
Kristján Þór Kristjánsson.