Íþrótta-og tómstundanefnd - 115. fundur - 5. júlí 2010
Mætt voru: Guðrún Margrét Karlsdóttir, formaður, Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Þórdís Jakobsdóttir, Dagur H. Rafnsson og Hermann V. Jósefsson. Jafnframt sátu fundinn Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi, og Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður skóla- og fjölskylduskrifstofu. Fundargerð ritaði Margrét Halldórsdóttir.
Þetta var gert:
1. Hlutverk íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar erindisbréf nefndarinnar.
2. Kosning ritara nefndarinnar.
Nefndin samhljóma um að starfsmenn nefndarinnar riti fundargerðir.
3. Hlaupahátíð á Vestfjörðum. 2010-06-0079.
Lagt fram bréf frá undirbúningsnefnd Hlaupahátíðar á Vestfjörðum dagsett á Jónsmessu 2010, þar sem óskað er eftir fríum aðgangi keppenda að sundlaugum Ísafjarðarbæjar.
Nefndin leggur til við bæjarráð að keppendur fái frítt í sund þessa helgi og opnunartími verði lengdur í Sundhöll Ísafjarðar um 2 klst. föstudaginn 16. júlí.
4. Fundartími nefndarinnar.
Nefndin sammála um að funda annan miðvikudag í mánuði kl. 16:00 og að næsti fundur verði
8. september 2010.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið klukkan kl. 18:30.
Guðrún Margrét Karlsdóttir, formaður
Þórdís Jakobsdóttir
Guðný Stefanía Stefánsdóttir
Hermann V Jósefsson
Dagur H Rafnsson
Margrét Halldórsdóttir
Margrét Geirsdóttir