Íþrótta-og tómstundanefnd - 114. fundur - 12. maí 2010

Mætt voru: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Þórdís Jakobsdóttir, Svava Rán Valgeirsdóttir, Stella Hjaltadóttir og Ingólfur Þorleifsson. Jafnframt sátu fundinn Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmdastjóri HSV. Fundargerð ritaði Margrét Halldórsdóttir.





Þetta var gert:





1. Rekstrar- og starfsskýrsla HSV 2009. 2010-04-0001.


Lögð fram rekstrar- og starfsskýrsla HSV fyrir árið 2009.


Lögð fram til kynningar.





2. Ársskýrsla HSV 2009. 2010-04-0001.


Lögð fram árskýrsla HSV fyrir árið 2009.


Nefndin þakkar fyrir skýra og vel unna skýrslu. Lögð fram til kynningar.





3. Ályktanir frá ársþingi HSV. 2010-04-0001.


Lagðar fram ályktanir frá þingi HSV sem haldið var  28. apríl síðastliðinn.


Nefndin skorar á bæjarstjórn, að áfram verði stutt vel við íþróttastarf í gegnum Héraðssamband Vestfirðinga og gott samstarf verði við HSV.





4. Umgengnisreglur í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar.


Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar.


Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að koma reglunum upp í húsunum á viðeigandi spjöldum.





5. Körfuboltabúðir KFÍ. 2010-05-0021.


Lagt fram bréf frá HSV fyrir hönd KFÍ dagsett 19. apríl s.l. Óskað er eftir því að sveitarfélagið veiti iðkendum í körfuboltabúðum KFÍ frítt í sund og strætó.


Nefndin leggur til við bæjarstjórn að allir iðkendur fái frítt í sund, en ekki í strætó þar sem það leiði til kostnaðarauka fyrir sveitarfélagið.





6. Sjálfsali í íþróttahúsið á Suðureyri. 2010-05-0023.


Lagt fram bréf frá HSV fyrir hönd Stefnis dagsett 12. apríl s.l.,  þar sem óskað er eftir leyfi fyrir sjálfsala með drykkjarvörum í íþróttahúsinu á Suðureyri.


Nefndin leggur til við bæjarstjórn að leyfið verði veitt en felur íþrótta- og tómstundafulltrúa jafnframt að gera drög að reglum um sölu í íþróttamannvirkjum og leggja fyrir næsta fund.


Svava Rán Valgeirsdóttir vék af fundi undir þessum lið.



7. Önnur mál:





Veturnætur 2010.


Nefndin leggur til að Veturnætur verði haldnar í Ísafjarðarbæ 21.-24. október 2010.





17. júní 2010.


Nefndin felur íþrótta- og tómstundafulltrúa og upplýsingafulltrúa að sjá um skipulagningu hátíðarhalda fyrir  17. júní 2010.





Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið klukkan kl.  16:15.





Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður


Þórdís Jakobsdóttir


Ingólfur Þorleifsson


Stella Hjaltadóttir


Svava Rán Valgeirsdóttir


Margrét Halldórsdóttir


Kristján Þór Kristjánsson



Er hægt að bæta efnið á síðunni?