Íþrótta-og tómstundanefnd - 109. fundur - 14. október 2009

Mætt voru: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Þórdís Jakobsdóttir, Svava Rán Valgeirsdóttir, Stella Hjaltadóttir og Ingólfur Þorleifsson. Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi Ísafjarðarbæjar, Jóhann Bæring Gunnarsson, umsjónarmaður eigna og Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmdastjóri HSV sátu einnig fundinn.


Fundargerð ritaði Margrét Halldórsdóttir.


Þetta var gert:



1. Ályktun frá stjórn íþróttafélagsins Stefnis. 2009-10-0011.


Lögð fram ályktun dagsett 15. september 2009, þar sem stjórn Stefnis skorar á ráðandi aðila að leita allra annarra leiða til sparnaðar en að skerða enn meira þá lágmarks grunnþjónustu sem veitt hefur verið í íþróttamiðstöðinni á Suðureyri.


Lagt fram til kynningar. Umsjónarmaður eigna mun boða stjórn Stefnis til fundar og fara yfir málin.



2. Almenningstímar í sundlaugum sveitarfélagsins sumarið 2010.


Lögð fram tillaga að opnunartímum fyrir almenning í sundlaugum sveitarfélagsins, frá umsjónarmanni eigna.


Nefndin leggur til við bæjastjórn að tillagan verði samþykkt og taki mið af skóladagatölum. Jafnframt sé umsjónarmanni eigna heimilt að rýmka opnunartíma í tengslum við íþrótta- og menningahátíðir.



3. Gjaldskrá íþróttamannvirkja í Ísafjarðarbæ 2010.


Rætt var um gjaldskrár í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar á fjárhagsárinu 2010.


Nefndin leggur til við bæjarstjórn að á nýju fjárhagsári verði áfram frítt í sund fyrir börn 0-5 ára, börn í grunnskólum Ísafjarðarbæjar og aldraðir og öryrkjar í sveitarfélaginu geti sótt um fríkort, en aðrir greiða í sundlaugarnar.



4. Opnunartími skíðasvæðis veturinn 2009-2010.


Lagðar fram fjórar hugmyndir um opnunartíma skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar veturinn 2009-2010 frá svæðisstjóra og umsjónamanni eigna.


Nefndin leggur til við bæjarstjórn að svæðið opni 1. desember ef snjóalög leyfa. Í vetur verði lokað á mánudögum, þriðjudaga-föstudaga verði opið 15:00-18:30 og um helgar frá 11:00-16:00. Frá 1. febrúar verði opið til kl. 20:00 á fimmtudögum. Skíðasvæðinu verði lokað í síðasta lagi 1. maí 2010.



5. Framför- styrktarsjóður skíðamanna. 2008-06-0028.


Lagt fram bréf frá Framför styrktarsjóði skíðamanna, dagsett 9. september 2009 þar sem óskað er eftir styrk/árgjaldi í sjóðinn.


Bæjarráð samþykkti 13.10.2008 að leggja fram stofnfé  og var því vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2009. Það fórst fyrir og leggur nefndin til að erindinu verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2010.



6. Veturnætur 2009.


Íþrótta- og tómstundafulltrúi og formaður nefndarinnar gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem farin er af stað og lögð voru fram frumdrög að dagskrá Veturnátta 2009, sem verða haldnar dagana 5. ? 8. nóvember 2009.



Önnur mál.


Íþrótta- og tómstundafulltrúi upplýsti, að félagsmiðstöðin á Þingeyri er komin í nýtt húsnæði.





Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið klukkan kl. 16:35.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.


Þórdís Jakobsdóttir.     


Ingólfur Þorleifsson.


Stella Hjaltadóttir.     


Svava Rán Valgeirsdóttir.


Margrét Halldórsdóttir.    


Kristján Þór Kristjánsson.  


Jóhann Bæring Gunnarsson.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?