Íþrótta-og tómstundanefnd - 108. fundur - 23. september 2009

Mætt voru: Guðný Stefanía Stefánsdóttir formaður, Þórdís Jakobsdóttir, Svava Rán Valgeirsdóttir, Stella Hjaltadóttir og Ingólfur Þorleifsson. Margrét Halldórsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi Ísafjarðarbæjar og Kristján Þór Kristjánsson sátu einnig fundinn.


Fundargerð ritaði Margrét Halldórsdóttir.





Þetta var gert:





1. Flutningur á frístundamiðstöð. 2008-05-0043.


Lögð fram teikning af sundhallarloftinu og útreikningar á breytingum ef af flutningi frístundamiðstöðvar verður.


Nefndin fagnar því að frístundamiðstöð komist í framtíðarhúsnæði og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki breytingarnar.



2. Skýrsla vinnuskólans 2009. 2008-12-0021.


Lögð fram skýrsla vinnuskólans sumarið 2009.


Lagt fram til kynningar.



3. Áhættumat vinnuskóla Ísafjarðarbæjar. 2009-07-0015.


Lagt fram áhættumat sem unnið hefur verið fyrir vinnuskóla Ísafjarðarbæjar.


Lagt fram til kynningar.



4. Útlán eigna félagsmiðstöðva Ísafjarðarbæjar. 2009-02-0076.


Lögð fram drög að reglum um útlán eigna félagsmiðstöðva Ísafjarðarbæjar sem formanni og íþrótta- og tómstundafulltrúa hafði verið falið að gera.


Nefndin leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.


Svava Rán vék af fundi undir þessum lið.



5. Íbúðir fyrir HSV. 2009-09-0024.


Lagt fram bréf frá HSV dagsett 18. september 2009, þar sem óskað er eftir því að HSV fái til afnota fleiri íbúðir í 4-6 mánuði á þeim kjörum sem samningur HSV og Ísafjarðarbæjar segir til um.


Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið svo framalega að íbúðir séu fyrir hendi og ekki komi til auka kostnaðar fyrir Ísafjarðarbæ.



Önnur mál


Umræður um reglur í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar. Nefndin felur formanni og íþrótta- og tómastundafulltrúa að leggja fram drög að endurskoðuðum reglum á næsta fundi.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið klukkan kl. 18:10.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.


Þórdís Jakobsdóttir.     


Ingólfur Þorleifsson.


Stella Hjaltadóttir.     


Svava Rán Valgeirsdóttir.


Margrét Halldórsdóttir.    


Kristján Þór Kristjánsson.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?