Íþrótta-og tómstundanefnd - 105. fundur - 15. apríl 2009

Mætt voru: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Þórdís Jakobsdóttir, Stella Hjaltadóttir, Ingólfur Þorleifsson og Svava Rán Valgeirsdóttir. Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi Ísafjarðarbæjar sat einnig fundinn.


Fundargerð ritaði Margrét Halldórsdóttir.


Þetta var gert:



1. Sameining nefnda hjá Ísafjarðarbæ. 2009-02-0024


Á fundi bæjarstjórnar 19. mars sl. var samþykkt að Stjórn skíðasvæðis yrði sameinuð íþrótta- og tómstundanefnd. Þá verði íþrótta- og tómstundanefnd falið hluta af verkefnum fyrrum menningarmálanefndar.



2. Rekstrar og starfsskýrsla HSV 2008.  2009-04-0004.


Rekstrar og starfsskýrslar HSV frá 2008.


Lögð fram til kynningar.



3. Knattspyrnufélagið Hörður, bikaraskápur. 2009-03-0078.


Bréf frá umsjónarmanni eigna dagsett 26. mars s.l. þar sem hann óskar eftir áliti nefndarinnar á að komið verði upp skápum fyrir gamla verðlaunagripi í íþróttahúsinu á Torfnesi.


Nefndin felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að skoða málið betur og frestar afgreiðslu til næsta fundar.



4. Samtök forsvarsvarsmanna sundstaða. 2008-10-0036.


Bréf frá Samtökum forstöðumanna sundstaða á Íslandi dagsett 13. mars s.l. þar sem samtökin vara við því að dregið verði úr öryggi á sundstöðum með fækkun á fólki við gæslu.


Lagt fram til kynningar.



5. Framkvæmdir við íþróttamannvirki- endurgreiðsla virðisaukaskatts. 2009-03-0061.


Bréf frá KSÍ dagsett 24. október s.l. þar sem KSÍ vekur athygli á nýjum lögum sem gera byggjendum húseigna í eigu sveitarfélaga kleift að fá virðisaukaskatt endurgreiddan.


Lagt fram til kynningar.



6. Forvarnardagurinn 2008- hagnýting niðurstaðna. 2009-03-0042.


Skýrsla forvarnardagsins 2008.


Lögð fram til kynningar.



7. Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði 1995-2007. 2009-04-0012.


Skýrsla með niðurstöðum á vímuefnaneyslu íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði frá 1995-2007.


Lagt fram til kynningar.



8. 14. Unglingalandsmót UMFÍ 2011. 2009-03-0037.


Bréf frá UMFÍ dagsett 13. mars s.l. þar sem auglýst er eftir umsóknum til að halda Unglingalandsmót UMFÍ 2011.


Lagt fram til kynningar.



9. Opnunartími sundlauga í Ísafjarðarbæ sumarið 2009.


Lögð fram tillaga að sumar opnun í sundlaugum Ísafjarðarbæjar.


Nefndin leggur til að opnunartími verði eins og tillagan segir til um að því undanskildu að helgaropnun á Suðureyri verði frá kl. 10-19 í stað 12-19.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið klukkan kl.17:25.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.


Þórdís Jakobsdóttir.


Ingólfur Þorleifsson.


Stella Hjaltadóttir.


Svava Rán Valgeirsdóttir.


Margrét Halldórsdóttir.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?