Íþrótta-og tómstundanefnd - 101. fundur - 10. desember 2008

Mætt voru: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Þórdís Jakobsdóttir, Stella Hjaltadóttir, Svava Rán Valgeirsdóttir og Ingólfur Þorleifsson. Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður skóla- og fjölskylduskrifstofu, Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi Ísafjarðarbæjar og Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmdarstjóri HSV.


Fundargerð ritaði Margrét Halldórsdóttir.



Þetta var gert:



1. Bréf íþrótta- og ólympíusambands Íslands. ? Viðburðir á vegum almenningsíþróttasviðs ÍSÍ 2009.  2008-12-0014.


Lagt fram bréf frá íþrótta- og ólympíusambandi Íslands, dagsett 1. desember síðastliðinn. Lagt fram til kynningar.



2. Bréf íþrótta- og ólympíusambands Íslands. ? Varðandi efnahagsþrengingar. 2008-10-0036.


Lagt fram bréf frá íþrótta- og ólympíusambandi Íslands, dagsett 14. nóvember síðastliðinn, þar sem sveitarfélög eru hvött til að styðja við bakið á íþrótta- og æskulýðsfélögum í yfirstandandi efnahagsþrengingum. Lagt fram til kynningar.



3. Bréf Gigtarráðs ? Hreyfing er heilsubót.  2008-11-0058.


Lagt fram bréf frá Gigtarráði dagsett 19. nóvember síðastliðinn, áskorun til ráðamanna sveitarfélaga, um enn betri nýtingu íþróttamannvirkja í þágu almennings undir kjörorðinu ,,Hreyfing er heilsubót?. Lagt fram til kynningar.



4. Gögn frá umsjónarmanni eigna. - Opnunartími íþróttamannvirkja. 2008-11-0016.


Lögð fram tillaga frá umsjónarmanni eigna er varðar opnunartíma íþróttamannvirkja. Nefndin kom fram með breytingartillögu og felur starfsmanni að koma á framfæri breytingartillögunni við umsjónarmann eigna.



5. Bréf Stefnis ? Ályktun 2008-11-0016.


Lögð fram ályktun frá íþróttafélaginu Stefni á Suðureyri, dagsett 26. nóvember síðastliðinn, þar sem mótmælt er þeirri hugmynd að skerða opnunartíma íþróttamannvirkja. Lagt fram til kynningar.



6. Bréf  frá umsjónarmanni eigna. - Opnunartími íþróttamannvirkja um jólin.


Lögð fram tillaga að dagskrá að opnunartíma íþróttamiðstöðva um jól og áramót. Nefndin styður tillögu umsjónarmanns eigna.



7. Bréf íþrótta- og tómstundafulltrúa. Varðandi aldur í Vinnuskóla. 2008-12-0021.


Lagt fram bréf frá íþrótta- og tómstundafulltrúa, dagsett 8. desember síðastliðinn. Þar sem farið er fram á að Vinnuskólinn verði með flokk 17-18 ára unglinga í garðavinnu næsta sumar. Nefndin óskar eftir nánari útfærslu á hugmyndinni ásamt kostnaðaráætlun.



8. Önnur mál.


Íþrótta- og tómstundanefnd óskar Sundfélaginu Vestra til hamingju með hvatningaverðlaun SSÍ.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið klukkan kl. 17:40.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.


Þórdís Jakobsdóttir.


Ingólfur Þorleifsson.


Stella Hjaltadóttir.


Svava Rán Valgeirsdóttir.


Margrét Halldórsdóttir.


Kristján Þór Kristjánsson.


Margrét Geirsdóttir.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?