Íþrótta-og tómstundanefnd - 100. fundur - 12. nóvember 2008
Mætt voru: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Þórdís Jakobsdóttir, Stella Hjaltadóttir, Svava Rán Valgeirsdóttir og Ingólfur Þorleifsson, sem og Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstundarfulltrúi Ísafjarðarbæjar og Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmdarstjóri HSV.
Fundargerð ritaði Margrét Halldórsdóttir.
Þetta var gert:
1. Aðgengismál í Sundhöll Ísafjarðar.
Jóhann Bæring Gunnarsson, umsjónarmaður eigna, mætti á fundinn og gerði grein fyrir hugmyndum að uppsetningu lyftu í Sundhöll Ísafjarðar, til að bæta aðgengi fatlaðra að lauginni.
Nefndin fagnar því að verið sé að vinna í aðgengismálum í sundhöllinni.
2. Breyting á opnunartímum í íþróttahúsum. 2008-11-0016.
Lagt fram bréf frá Jóhanni B. Helgasyni þar sem lagðar eru til breytingar á opnunartímum í sundlaugum og íþróttahúsum í Ísafjarðarbæ.
Nefndin óskar eftir nánari upplýsingum um þann sparnað sem næst með þessum breytingum.
Nefndin hefur fullan skilning á að það þurfi að spara í þeim aðstæðum sem uppi eru í þjóðfélaginu. Hinsvegar eru nefndarmenn sammála um að huga þarf vel að andlegri og líkamlegri líðan íbúa á öllum aldri. Besta forvörnin er að bjóða upp á gott aðgengi að íþróttamannvirkjum í sveitarfélaginu. Það eykur vellíðan og kraft fólks til að takast á við erfiða tíma.
3. Afnot af herbergi í íþróttahúsinu á Torfnesi. 2008-09-0044.
Lagt fram bréf HSV þar sem óskað er eftir notkun á herbergi í íþróttahúsinu á Torfnesi.
Nefndin leggur til að þeim verði heimiluð notkun á herberginu tímabundið.
4. Ungmennaráð Ísafjarðarbæjar. 2008-11-0018.
Lagðar fram til kynningar hugmyndir um hvernig skuli skipa í ungmennaráð Ísafjarðarbæjar og hvert hlutverk þess verður. Nefndin fagnar því að stofnað verði ungmennaráð í Ísafjarðarbæ.
5. Styrkbeiðni frá Bandalagi íslenskra skáta vegna skátamóts. 2008-10-0065.
Lagt fram bréf frá Bandalagi íslenskra skáta með styrkbeiðni vegna skátamóts sem verður m.a. haldið á Ísafirði sumarið 2009.
Nefndin leggur til að Ísafjarðarbær styrki verkefnið án þess að þurfa að leggja út í beinan fjárhagslegan kostnað.
6. Bréf Knattspyrnusambands Íslands. ? Fjárframlag til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga. 2008-11-0004.
Lagt fram til kynningar bréf frá KSÍ er varðar aukið fjármagn til barna og unglingastarfs.
7. Bréf Ungmennafélags Íslands. ? Samþykkt tillaga frá sambandsráðsfundi UMFÍ. 2008-10-0075.
Lagt fram til kynningar bréf frá UMFÍ dagsett 29. október s.l., þar sem UMFÍ þakkar Ísafjarðarbæ fyrir stuðning sveitarfélagsins við HSV.
8. Bréf Ungmennafélags Íslands. ? Samþykkt tillaga frá sambandsráðsfundi UMFÍ. 2008-10-0075.
Lagt fram til kynningar bréf frá UMFÍ dagsett 29. október s.l., þar sem UMFÍ hvetur sveitarstjórnir í landinu til að standa vörð um íþrótta- og æskulýðsstarf.
Nefndin fagnar bréfinu.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið klukkan kl. 17:50.
Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður.
Þórdís Jakobsdóttir.
Ingólfur Þorleifsson.
Stella Hjaltadóttir.
Svava Rán Valgeirsdóttir.
Margrét Halldórsdóttir.
Kristján Þór Kristjánsson.