Íþrótta - 176. fundur - 29. mars 2017

 

 

Dagskrá:

1.  

Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

 

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.

 

   

2.  

Rekstur á lyftingaaðstöðu í Vallarhúsi - 2013060084

 

Lagt fram bréf frá Vestra, dagsett 22. mars 2017, þar sem óskað er eftir því að fá forræði yfir efri hæð vallarhússins til notkunar fyrir félagsaðstöðu.

 

Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur starfsmanni að gera drög að samkomulagi við Vestra um afnot af húsinu.

 

   

3.  

Stefnumótun Æskulýðsráðs í æskulýðsmálum - 2017030044

 

Lagt fram bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dagsett 28. febrúar 2017, þar sem kynnt er framkvæmd stefnumótunar Æskulýðsráðs í æskulýðsmálum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.  

Frístundarúta - 2016090101

 

Lagður fram tölvupóstur frá framkvæmdarstjóra HSV,dagsettur 20. mars 2017, þar sem óskað er eftir því að frístundarúta gangi á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur sumarið 2017.

 

Nefndin tekur vel í málið og leggur til við bæjarráð að samþykkja beiðnina.

 

   

5.  

Fjölnota hjólabraut - 2017030083

 

Lagðir fram tölvupóstar frá Alexander Kárasyni þar sem hann kynnir fjölnota hjólabrautir.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.  

Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049

 

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra og gjaldskrá 2017.

 

Nefndin leggur til að stakir miðar í sund verði hækkaðir í kr. 850. Áfram verði frítt fyrir börn í sund. Stakur miði í líkamsræktina verði kr. 850 og kort í líkamsrækt verði einnig hækkuð. Aðrir þættir í gjaldskrá hækki í samræmi við verðlagshækkanir.

 

   

7.  

Framtíðarskipulag skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar - 2017030089

 

Hlynur Kristinnsson forstöðumaður skíðasvæðisins kynnir hugmyndir að breytingum á svæðinu.

 

Nefndin tekur vel í hugmyndir forstöðumanns og leggur til við bæjarstjórn að skipuð verði nefnd til að skoða framtíð svæðisins og fá utanðakomandi sérfræðing til að koma að þeirri vinnu.

 

 

Gestir

 

Hlynur Kristinnsson - 09:10

 

Gísli Halldór Halldórsson - 09:15

 

   

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00

 

 

Kristján Andri Guðjónsson

 

Jón Ottó Gunnarsson

Sif Huld Albertsdóttir

 

Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir

Gísli Halldór Halldórsson

 

Ásgerður Þorleifsdóttir

Margrét Halldórsdóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?