Íþrótta - 163. fundur - 2. desember 2015
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir því að tvö mál yrðu tekin á dagskrá með afbrigðum. Tillagan var samþykkt og eru málin númer 7 og 8 í fundargerð.
Dagskrá:
1. |
Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027 |
|
Lagður fram til kynningar verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
2. |
Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2015 - 2015110060 |
|
Lögð fram drög að bréfi til íþróttahreyfingarinnar vegna útnefningar á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar árið 2015. |
||
Nefndin felur starfsmanni sínum að lagfæra bréfið í samræmi við umræður á fundinum og senda til íþróttafélaga í sveitarfélaginu. |
||
|
||
3. |
Uppbyggingarsamningar við íþróttafélög - 2015020007 |
|
Lagt fram bréf frá Skotíþróttafélagi Ísafjarðar þar sem óskað er eftir uppbyggingarsamningi við Ísafjarðarbæ vegna framkvæmda við inniæfinga- og keppnissvæði félagsins. |
||
Nefndin mælir með því við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við Skotíþróttafélag Ísafjarðar á grundvelli þeirrar áætlunar sem fram kemur í bréfinu. |
||
|
||
4. |
Sjávarútvegsskóli Vestfjarða - 2015080086 |
|
Lagður fram tölvupóstur frá Gauta Geirssyni og Antoni Helga Guðjónssyni dagsettur 31. október 2015, þar sem greint er frá stöðunni við stofnun Sjávarútvegsskóla Vestfjarða. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
5. |
Verkefni nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu - 2014080062 |
|
Lögð fram samþykkt um ungmennaráð Ísafjarðarbæjar. |
||
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að nefndarmenn í ungmennaráði fái greitt fyrir fundasetu. |
||
|
||
6. |
Rekstur á lyftingaaðstöðu í Vallarhúsi - 2013060084 |
|
Lagður fram tölvupóstur frá starfsmanni umhverfis- og eignasviðs varðandi framkvæmdir á vallarhúsinu á Torfnesi. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
7. |
Hreyfivellir í þéttbýliskjörnum Ísafjarðarbæjar - 2015120008 |
|
Benedikt Bjarnason formaður leggur til eftirfarandi áskorun til bæjarstjórnar: |
||
Tillaga Benedikts er samþykkt. |
||
|
||
8. |
Uppbygging mannvirkja í Engidal - 2011100056 |
|
Benedikt Bjarnason formaður leggur til eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: |
||
Nefndin samþykkir tillögu Benedikts. |
||
|
Í lok fundar lagði Benedikt Bjarnason formaður fram eftirfarandi bókun:
Ég vil núna nota tækifærið og þakka fyrir samstarfið í nefndinni, ég hef ákveðið að segja af mér formennsku í nefndinni vegna trúnaðarbrests milli mín og bæjarstjóra.
Fundi er slitið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:35
Benedikt Bjarnason |
|
Jón Ottó Gunnarsson |
Þórir Karlsson |
|
Þórdís Jónsdóttir |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Guðrún Margrét Karlsdóttir |
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson |
|
|