Íþrótta - 158. fundur - 29. maí 2015
Dagskrá:
1. |
Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027 |
|
Lagður fram verkefnalisti nefndarinar. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
2. |
Niðurstöður 2015 - 2015040016 |
|
Lagðar fram til kynningar niðurstöður um Vímuefnanotkun ungs fólks í Ísafjarðarbæ nemenda 8.-10. bekk og Hagi og líðan ungs fólks í Ísafjarðarbæ nemenda 5.-7. bekkjar. |
||
Lagt fram til kynningar |
||
|
||
3. |
Uppbyggingarsamningar við íþróttafélög - 2015020007 |
|
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs þar sem lagt er til að gerðir verði uppbyggingasamningar við SFÍ og GÍ. Einning lögð fram tillaga formanns og bæjarstjóra þar sem fram kemur nánari útfærsla á uppbyggingasamningum. |
||
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gerðir verði samningar við SFÍ og GÍ um uppbyggingu á skíðasvæðinu og á golfvellinum í Tungudal og einnig að samþykkt verði sú aðferðarfræði sem fram kemur í tillögu bæjarstjóra og formanns. |
||
|
||
4. |
Strætóferðir í tengslum við starf félagsmiðstöðvar - 2015050063 |
|
Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs og tómstundafulltrúa þar sem lagt er til að strætóferðum verði fjölgað í tengslum við starf félagsmiðstöðvarinnar á kvöldin. |
||
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gerð verði tilraun með kvöldferðir í haustið 2015. Nefndin felur jafnframt sviðsstjóra að útbúa viðauka sem fylgja skal tillögunni til bæjarstjórnar. |
||
|
||
5. |
Rekstur á lyftingaaðstöðu í Vallarhúsi - 2013060084 |
|
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs þar sem lagt er til að efri hæð vallarhússins á Torfnesi verði gerð að félagsaðstöðu fyrir íþróttafélög og lyftingaaðstöðu verði fundið annað rými. |
||
Nefndin samþykkir tillöguna og felur starfsmanni að vinna áfram að málinu. |
||
|
6. Önnur mál.
Nefndin felur starfsmanni að kanna betur möguleika á aðkoma upp salernum í vallarhúsinu á Torfnesi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00
Benedikt Bjarnason |
|
Þórir Karlsson |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Guðrún Margrét Karlsdóttir |
Þórdís Jónsdóttir |
|
Margrét Halldórsdóttir |