Íþrótta - 155. fundur - 4. febrúar 2015
Dagskrá:
1. |
2014030027 - Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar |
|
Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
2. |
2015020008 - Breyting á reglum um val á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar |
|
Lagt fram bréf frá formanni nefndarinnar, Benedikt Bjarnasyni, þar sem lagt er til að breyting verði gerð á reglum um val á íþróttamanni ársins í þá veru að hvert íþróttafélag geti tilnefnt fleiri en einn íþróttamann séu fleiri en ein deild innan félagsins. |
||
Nefndin samþykkir tillögu formanns. Breyting verður á 2. gr reglnanna þannig að aftan við þriðju málsgrein bætist við "úr hverri deild" og í síðustu málsgrein fyrri efnisgreinar bætist við "úr hverri grein". |
||
|
||
3. |
2015020007 - Uppbyggingarsamningar við íþróttafélög |
|
Lögð fram bréf frá Herði, Skíðafélagi Ísfirðinga, Stefni, Golfklúbbi Ísafjarðar, Boltafélagi Ísafjarðar og Hendingu þar sem óskað er eftir uppbyggingarsamningum við Ísafjarðarbæ. |
||
Nefndin frestar ákvörðun um samningagerð við íþróttáfélögin til næsta fundar sem verður 18. febrúar n.k. |
||
|
||
4. |
2015010025 - Mennta- og menningarmálaráðuneyti - ýmis erindi 2015 |
|
Lagt fram bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem greint er frá niðurstöðum á könnun um ungt fólk í grunnskólum 2014. |
||
Lagt fram til kynningar. |
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:25
Benedikt Bjarnason |
|
Jón Ottó Gunnarsson |
Sif Huld Albertsdóttir |
|
Þórir Karlsson |
Guðrún Margrét Karlsdóttir |
|
Margrét Halldórsdóttir |
|
|
|