Íþrótta - 151. fundur - 19. nóvember 2014
Dagskrá:
1. |
2014030027 - Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar |
|
Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
2. |
2014100070 - Uppbyggingaráætlun gönguskíðasvæðis |
|
Lagt fram bréf frá Skíðafélagi Ísfirðinga, dagsett 30. október.2014, þar sem fjallað er um uppbyggingaráætlun skíðasvæðisins á Seljalandsdal. Skíðafélagsmennirnir Kristbjörn R Sigurjónsson og Þröstur Jóhannesson mættu til fundar og gerðu grein fyrir hugmyndum SFÍ. |
||
Nefndin fagnar góðum og vel unnum hugmyndum SFÍ og leggur til að skoðað verði að gera uppbyggingasamning við félagið. Áður en til þess komi verði fengið álit HSV á hugmyndunum. |
||
|
||
3. |
2014110040 - Púkarnir móthorhjólaklúbbur |
|
Lagt fram bréf frá Ágústi G Atlasyni fyrir hönd Púkanna mótorhjólaklúbbs, dagsett 4. nóvember 2014, þar sem óskað er eftir svæði fyrir fólk sem iðkar mótorsport. Til fundar mættu Ágúst G Atlason og Marteinn Svanbjörnsson og gerðu grein fyrir hugmyndum sínum. |
||
Nefndin fagnar frumkvæði Púkanna og leggur til að skoðuð verði staðsetning fyrir aksturssvæði í samráði við umhverfis- og eignarsvið og aðalskipulag Ísafjarðarbæjar. |
||
|
||
4. |
2014110023 - Vetrarlandsmót UMFÍ og Landsmót UMFÍ 50 2016 |
|
Lagt fram bréf frá HSV, dagsett 27.október 2014, þar sem greint er frá því að HSV hefur fengið úthlutað landsmóti 50+ og vetrarlandsmóti 2016. HSV óskar eftir stuðningi bæjaryfirvalda svo framkvæmdin megi verða öllum til sóma. |
||
Nefndin fagnar því að HSV hafa fengið þessi mót vestur og leggur til að bærinn greiði götur sambandsins eins og kostur er. |
||
|
5. Önnur mál.
Nefndin felur starfsmanni að undirbúa útnefningu íþróttamanns Ísafjarðarbæjar 2014. Stefnt er að útnefningunni sunnudaginn 18. janúar 2015.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:30
Benedikt Bjarnason |
|
Jón Ottó Gunnarsson |
Agnieszka Malgorzata Tyka |
|
Þórir Karlsson |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Guðrún Margrét Karlsdóttir |
Margrét Halldórsdóttir |
|
Gísli Halldór Halldórsson |
|
|
|