Íþrótta - 140. fundur - 26. júní 2013

Dagskrá:

1.

2013060061 - Fjölnotahús

 

Lagt fram minnisblað frá íþróttafulltrúa þar sem gerð er grein fyrir ástandi gólfsins í íþróttahúsinu á Torfnesi.

 

Umræða varð um húsið en málið er í ferli hjá bæjarráði. Lagt fram til kynningar.

 

   

2.

2013060084 - Rekstur á lyftingaaðstöðu í Vallarhúsi

 

Lagt fram bréf frá Kraftlyftingafélaginu Víkingi þar sem óskað er eftir að fá að reka lyftingaaðstöðu í Vallarhúsinu á Torfnesi.

 

Málinu frestað til næsta fundar.

 

   

3.

2011030095 - Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar

 

Lagt fram vinnuplagg í tengslum við uppbyggingaráætlun íþróttamannvirkja.

 

Unnið að uppbyggingarstefnu Íþróttarmannvirkja í Ísafjarðarbæ. Málinu framhaldið á næsta fundi.

 

4. Önnur mál:

a) Gauti Geirsson spurði um ástandið á sundlauginni á Suðureyri. íþróttafulltrúi upplýsir nefndina um stöðu mála.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:25

 

Guðný Stefanía Stefánsdóttir.

Gauti Geirsson.

Kristján Óskar Ásvaldsson, formaður.

Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs.

Patrekur Súni Reehaug, íþróttafulltrúi.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?