Stjórnarfundur 9. janúar 2024
Fundur hverfisráðs Þingeyrar 9. janúar 2024
Mætt voru : Jovina M Sveinbjörnsdóttir , Guðmundur Jónsson, Guðrún D Guðmundsdóttir, Hr Gunnar Ólafsson og Guðrún Steinþórsd.
Tekið fyrir að þessu sinni :
Guðrún D. kynnti fyrir okkur nýjan vef/heimasíðu sem styrkt var af verkefninu Brothættar byggðir sem hún er að láta vinna fyrir Höfrung og bæinn og ber heitið “Visit Þingeyri” en þarna má finna
upplýsingar um afþreyingu og gistingu, gönguleiðir ofl. fyrir gesti og gangandi og kynna sér sögu Þingeyrar og nágrennis. Vefur er að einhverju leiti unninn upp úr gamla Þingeyrarvefnum sem allir
muna eftir en hefur því miður verið hálf munaðarlaus nú um nokkurt skeið. Óskað verður eftir ábendingum á næstunni um efni og annað frá íbúum þegar vefurinn er nær fullunninn.
Gunnar sagði frá hugmynd sem hann hefur viðrað við Ísafjarðabæ um að efna til hugmynda samkeppni um olíuports lóðina, frábært framtak. Einnig var rætt um lóðina bak við félagsheimilið en hana mætti gjarnan nýta betur en þarna er skjólsælt fallegt rjóður og samkvæmt skipulagi er þar fyrirhugaður skrúðgarður. Guðrún D. ræddi að gaman gæti varið að fá skrúðgarðyrkjunema til að skipuleggja reitinn sem útskriftarverkefni og Gunnnar sagðist vera með tengsl inn í Landbúnaðarháskólann og myndi skoða málið. Samkvæmt nýju deiliskipulagi virðist eiga að koma nýtt hús á vegum nýs eiganda Gramsverslunar á lóðina milli Gramsverslunar og slökkviliðs.
Eftirlit með ljósastaurum og vitanum við innsiglinguna á Oddanum. En óneytanlega verður mikið myrkur þegar hausta tekur, en í haust var vitinn ljóslaus í nokkrar vikur sem hlýtur að vera mjög slæmt og hættulegt fyrir þá sem koma hér siglandi og ekki þekkja til, og einnig voru þó nokkrir ljósastaurar neðst á Hafnarstrætinu ( fyrir ofan vitann ) ljóslausir. Hverjir eru ábyrgir fyrir eftirliti ?
Gangstéttir – bílastæði – fall
Hver hefur eftirlit með framkvæmdum hér á Þingeyri ? Hvert á að tilkynna ? Hver á að tilkynna ?
Bæjarstarfsmaður/áhaldahús/Hafnarvog, hvað er starfshlutfallið á hafnarvoginni?
Ísafjarðabær þyrfti að hafa eitt 100 prósent stöðugildi hér á Þingeyri, sem gæti verið hafnarvog, eftirlit með húseignum bæjarins, framkvæmdum, vatnsmálum staðarins ofl. Svo þyrfti að vera húsnæði fyrir áhöld, sand og sanddreifara sem starfsmaðurinn bæri ábyrgð á.
Stígur í kringum Sandafell.
Hver er staðan á því máli. Hvenær á að klára?
Félagsheimili rekstrarumhverfi.
Félagsheimilið okkar hér á Þingeyri er staðurinn þar sem hjartað slær, en þar eru haldnar allar samkomur staðarins, afmæli, fermingaveislur, giftingaveislur, erfidrykkjur, tónleikar, leikhús, hjónaböll, þorrablót, bingó, bíó sýningar, ofl ofl. Upp hafa komið umræður um að stofna hollvinasamtök um félagsheimilið en ekki er víst að það sé rétta rekstrarumhverfið, þar sem reynslan sýnir að, það fer dáltið eftir því hverjir veljast í stjórn hvernig gengur. En við horfum upp á þetta aldna félagsheimili staðarins grotna smá saman niður, sem er mjög miður, því hér er fullt af fólki sem er tilbúið að leggja sitt af mörkum ef peningur fæst til viðhalds.
Spurning íbúsamtakanna er :
Hversu stór er staða starfsmanns félagsheimilisins ?
Umsjón með peningasöfnun, hversu mikið er til í sjóð af peningagjöfum ?
Hver á að stýra hvað er gert og í hvaða röð ?
Verðskrá ?
Spurning hvort ekki verði að stofna framkvæmdastjórn, sem horfir fram í tímann og stjórnar innkaupum og framkvæmdum fyrir peninga sem safnast og verið er að gefa félagsheimilinu öðru hverju. Gæti verið hugmynd að útbúa einhverja skildi sem hægt er að bæta á, þar sem fram koma framlög fyrirtækja og annarra á staðnum.
Þar sem Þorrablót er handan við hornið höfum við haft afspurn af því að von sé á slökkviliðinu til að gera úttekt á félagsheimilinu og eflaust þarf að fara í einhverjar úrbætur til að fá skemmtanaleyfi fyrir svo stórum mannfagnaði eins og Þorrablót og Hjónaballið eru en þar eru að mæta 120-130 manns að jafnaði.
Gunnar í Blábankanum ætlar að sjá um að leggja út tilkynningu á netið, á döfinni blábanki ef einhverjir eru með viðburð í pípunum um Páskana og í tenglsum við “Aldrei fór ég suður” en þá geta þeir haft samband við Gunnar og sent á hann viðburðinn og ætlar hann að henda upp auglýsingu. Því undanfarin ár hafa viðburðir hér á Þingeyri aukist til muna, samanber í fyrra en þá var bara töluvert um að vera hér á Þingeyri.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl 18:45