Stjórnarfundur 7. desember 2021

Íbúasamtökin Átak

Fundargerð

Fundur 7. desember 2021, kl.19:30

Þingeyri

Mætt: Guðrún, Guðmundur og Helgi fh. íbúasamtakanna.

Agnes fh. ÖVD, Birta frá Blábankanum

Dagskrá:

1. Farið yfir mál rædd á síðasta fundi. Mál rædd og til umræðu á ÖVD fundi með bæjarstjóra, bæjarritara og sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs
Sala íbúða og hálkuvarnir, óskum eftir samráði við sveitarfélagi þegar útboð fer fram varðandi snjómokstur í þorpinu, (það er að segja hvað á að vera hluti af þjónustunni)
Áætlað að lausar lóðir verði auglýstar í janúar/febrúar.

2. Yfirlit frá tengiliðum Ísafjarðarbæjar um helstu mál á döfinni

Tengiliðir ísafjarðarbæjar mættu ekki.

3. Þróun heimastjórnarmáls

Farið var yfir hver staðan er eftir vinnustofur sem Ísafjarðarbær um breytingar á fyrirkomulagi hverfisráða. Brýnt að bæta samráð og samstarf við Ísafjarðarbæ. Heimastjórnarformið gæti hentað vel. Fulltrúar Átaks hvattir til að taka þátt í könnun sem send var út eftir síðasta samráðsfund verkefnisins. Ákveðið að hafa kynningu á heimastjórnarforminu á næsta aðalfundi.

4. Samstarf við Blábankann

Framkvæmdastjóri Blábankans kynnti verkefnin framundan hjá Blábankanum m.a. sumardagskrá þjónustuaðila á svæðinu og kynningu þeirra.

5. ÖVD

Fulltrúar frá Byggðastofnun voru á Þingeyri í vikunni og tóku rýniviðtal. Verkefnisstjóri ÖVD kynnti starfið og helstu mál á döfinni. Ákveðið að ræða framtíðarsýn ÖVD á fyrsta fundi á nýju ári.

6. Aðalfundur

Rætt að halda aðalfund og stefnt að því að halda aðalfund í janúar, kjósa þarf formann ef hann gefur ekki kost á sér og tvo nýja aðila í stjórn

7. Önnur mál

Engin önnur mál rædd.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?