Stjórnarfundur 4. október 2022
Fundargerð Íbúasamtakanna Átaks
Haldin í húsi Blábankans og á teams fundi kl 19:30
Mætt: Agnes, Birta, Elísa, Guðmundur, Hanna, Helgi, Guðrún G., Guðrún St.
Gestur: Pavle Estrajher
Dagskrá
- Meltutankur
- Svör bæjarstjórnar af mánaðarlegum fundi varðandi deiliskipulag, gramsverslun
- Önnur Mál
1.Rætt var um meltutank Arctic Protein,
Pavle Estrajher hélt glærusýningu sem kynnir þeirra hugmyndir. Rætt var um staðsetningar ásamt beiðni til okkar um hugmyndir staðsetningu tanksins. Fögnum því að hafa fengið kynningu á verkefninu. Átaki barst upplýsingar um að fyrir liggji umsókn hjá Skipulags og mannvirkjanefnd um nýja staðsetningu.
Ályktun; frestum ákvarðanatöku þar til liggur fyrir fundargerð frá skipulags og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar um framvindu í umsókn á nýrri staðsetningu. Einnig óskum við eftir því að fá svör frá Arctic protein um eftirfarandi spurningar. Radius frá bryggju fyrir lögn sem þeir treysta til að leggja í jörð sem ákvarðar innan hvaða ramma lóð þarf að vera. Er flotbryggja fyrir barka möguleiki svo hægt sé að skoða valmöguleika í nærliggjandi sveitabæjum.
2. Svör af bæjarstjórnarfundi 20. september 2022.
- Hafnarstrætið, framkvæmdir við viðgerðir á Hafnarstræti frá afleggjara niður á Odda.
Fögnum því að fulltrúar hyggist skoða það mál
- Göngustígar fyrir ofan sneiðinga
Stígurinn er ennþá ekki klár, fulltrúi skipulags og mannvirkjanefndar óskar eftir upplýsingum um hvaða verktakar sem mögulega gætu komið að verkefninu. Við leggjum til, Brautin ehf, Ausudalur ehf og Keyrt og mokað.
- Gramsverslun
Fögnum því að verkefnið verði auglýst. Leggjum til að við reynum að tryggja það að Gramsverlsun nýtist samfélaginu á sem bestan máta
- Deiliskipulag fyrir Hlíðargötu.
Samkvæmt okkar vitneskju þá liggja öll gögn fyrir og viljum við hvetja til þess að deiliskipulag verði auglýst eins fljótt og auðið er.
- Deiliskipulag á Odda-Sjóböð
Við sjáum sjóböðin sem spennandi verkefni, við leggjumst ekki gegn því að breytingar verði á deiliskipulagi svo hugmyndir verði að veruleika
3. Önnur mál.
Rætt var um Fiskeldissjóð og mögulegar breytingar á úthlutun úr sjóði.
Ályktun: Við viljum opna á umræðuna á hvernig verður úthlutað á milli hverfa Ísafjarðarbæjar ef af breytingum verður. Við sem hverfi erum með stærsta fiskeldisleyfi innan Ísafjarðarbæjar og óskum við eftir því að tekið verði tillit til þess við úthlutun úr sjóði ef af verður, svo að uppbygging hverfisins geti farið fram á sem bestan máta og í takt við stækkun fiskeldis í firðinum.
Fundi slitið kl 21:00
Fundarritari: Helgi Ragnarsson